Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 30

Skírnir - 01.04.1912, Side 30
Nokkrar athuganir um íslenzkar bókmentir á 12. og 13. öld. Eftir Hannes Þorsteinsson. I. Um Styrmi hinn fróða, ætterni hans og rit. í hinni stóru bókmentasögu sinni (Lit. Hist. II, 668) segir dr. Finnur Jónsson fullum fetum, að Styrmir Kára- son hinn fróði hafi verið sonarson Styrmis Hreinssonar (á Gilsbakka) og bróðurson Hreins ábóta (á Þingeyrum). Mér kom staðhæfing þessi nokkuð á óvart, með því að eg hafði aldrei heyrt Styrmi ættfærðan svona hiklaust og á þennan hátt og kannaðist ekki við nokkurn Kára Styrmisson, bróður Hreins ábóta1). Enginn þeirra vísinda- og fræðimanna, er áður hafa um Styrmi fróða ritað, hefir treyst sér til að ættfæra hann með vissu, en sumir að eins gizkað á nafnsins vegna, að hann hafi verið af Gils- bekkingakyni eða Ásgeirsárætt (Styrmis Þorgeirssonar). Það var meira að segja lengi óvissa um föðurnafn hans. Sveinbjörn Egilsson hugði t. d , að hann hefði verið son ‘) Eg hygg annars, að þessi fnllyrðing dr. Finns hljóti að vera sprottin af fljótfærni eða athugaleysi, þvi að í næstu línu á undan (Lit, Hist. II, 668) segir hann, að menn hafi eflaust með réttu ályktað, að Styrmir væri af Grilshekkingakyni, og í hinni íslenzku bókmentasögu sinni, er hann síðar samdi og Bókmentafélagið gaf út (Khöfn 1904—1905) virðist hann vera horfinn frá eða hafa gleymt hinni fyrri staðhæf- ingu sinni um ætt Styrmis, því að þar (hls. 296) segir að eins, að hann hafi e f t i 1 v i 11 verið af Gilsbekkingakyni. Hefur dr. F. líklega áttað sig á því síðar við nánari athugun, að þessi ákveðna staðhæfing hans 5 Lit. Hist. væri ekki á rökum hygð og því látið hana niður falla.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.