Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 37

Skírnir - 01.04.1912, Side 37
Nokkrar ath. um isL hrtkmentir á 12. og 18. öld. 133 Af þessu, sem hér hefir sagt verið, þykir mér það fullsannað, eftir þvi sem frekast er unt, að Kári ábóti á Þingeyrum hafi verið son Runólfs prests Ketilssonar. En jafnframt tel eg það engu vafasamara, að son hans hafi verið Styrmir prestur Kárason hinn fróði, því að bæði kemur þetta ágætlega heim tímans vegna og styrkist auk þess við mægðir Gilsbekkinga við Kára ábóta og Styrmis- nafniðíættþeirra. Svo má og getaþess, að Hreinn Styrmisson (frá Gilsbakka Hreinssonar) var um tíma (1166—1168 eða 1169) ábóti á Þingeyrum* 1) og hefir Kári þá að líkindum verið þar munkur, auk þess, sem hugsast getur, að móðir Styrmis fróða hafi verið náskyld Hreini ábóta, og ef til vill dóttir hans, þótt engin rök séu fyrir því, eins og fyr er á vikið. Hins vegar er á þeim tímum um engan nafn- kendan mann með Kára nafni að ræða, er gæti verið faðir Styrmis fróða, annan en einmitt Kára ábóta Run- ólfsson á Þingeyrum, og er einkennilegt, að engum hefir ') Ásgrímur Yestliðason, er var áhóti á Þingeyrum næst á undan Hroini, andaðist 1161 (Konungsannáll). Hefir þá Hreinn liklega verið i fyrstu settur ábóti þar eftir hann, en ekki vígður fyr en 1166. Með þvi að Karl Jónsson er vigður áhóti á Þingeyrum 1169, en Hreinn andaðist ekki fyr en 1171, hefir hann sagt af sér ábótadæmi á Þingeyrum 1168 (eða 1169) og tekið þá líklega við áhótadæmi í hinu nýstofnaða klaustri i Hítardal, enda er liann talinn þar (fyrstur) ábóti í gömlu ábótatali frá c. 1312 (Isl. Fornbréfas. III, 31) og í Oddaverjannál (ö. Storm: Isl. Ann. bls. 475) er hann talinn vigður ábóti til Hítardals 1168, og bendir það á að hann hafi um það leyti flutt að Hítardal, en ábótavigslu hefir hann tekið áður (á Þingeyrum). Hreinn ábóti og Herdis Koðransdóttir, kona Þorleifs beiskalda í Hítardal, vorn þremenningar eð frændsemi, svo að sennilegt er, að Þorleifur hafi fengið hann suður þangað meðal ann- ars vegna þessa skyldleika. Mér þykir því sennilegast, að Hreinn ábóti hafi einmitt andast í Hitardal 26. maí 1171, þótt ekki sé unt að full- yrða neitt með vissu um það. Ártið hans (26. mai) er einmitt taiin i hinni gömlu ártiðaskrá frá Helgafelli (sbr. ísl. Ártiðaskrár bls. 82, 85). í Flateyjarannál (Flateyjarbók, Chria 1868, III, 516) stendur við árið 1166: „Vigður Reinn ábóti í Hitardal“ en það þarf ekki að þýða, að hann hafi verið vígður til Hitardals, heldur átt þar heima siðar, verið þar ábóti síðustu æfiár sin. (Sbr. ennfremur um Hrein ábóta: Bisks. I, 85-86).

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.