Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 47

Skírnir - 01.04.1912, Side 47
Nokkrar ath. nm isl. bókmentir á 12. og 13. öld. 143 en þó ekki öðruvísi en svo, að hann hafi bætt inn í frum- rit Ara fróða ýmsum köflum og að Ari sé frumhöfundur þeirrar sögu, eins og Guðbrandur Vigfússon heldur fram (í Prolegomena bls. XXXIV). í Bisks. I, XXII—XXIII, var Guðbrandur á þeirri skoðun, að Oddur munkur Snorrason væri aðalhöfundur Kristnisögu og enginn annar. En síðar (í Prolegomena) hefir hann komist að þeirri niðurstöðu, að sagan sé aðallega verk Ara, en einhver (helzt Oddur munk- ur) hafi um hana fjallað síðar. Dr. Björn M. Olsen eign- ar Gunnlaugi munk á Þingeyrum ýms undirstöðuatriði sög- unnar, en telur hana ekki saman setta fyr en eftir daga Styrmis, um miðja 13. öld, og hyggur, að höf. Kristnisögu hafi ekki þekt Heimskringlu og því geti það varla Styrmir verið1). En þetta er ekki nema ágizkun. Dr. F. J. að- hyllist skoðun Guðbrands, að sagan sé að mun eldri, eða frá því um 12002j. Hann eignar ýms innskot í söguna Sturlu Þórðarsyni3), en segir jafnframt, að það sé ómögu- legt að vita, hvaðan hin sameiginlega uppspretta stafi. I formála Hauksbókar (Khöfn 1892—1896 bls. LXXIV) er hann ekki fjarri því að telja Ara frumhöfund sögunnar að vissu leyti, en hyggur, að önnur söguleg rit (eftir aðra) liggi til grundvallar fyrir Kristnisögu, þar á meðal eitt á latínu. En bæði hann og dr. B. M. Olsen virðast vera á þeirri skoðun, að Ari eigi engan frekari né meiri þátt i henni en það, sem hann hefir z'itað í íslendingabók. En sú skoðun hlýtur að vera röng eftir beinum orðurn sög- mundi. TJr þessu atriði og annari smávegis ósamkvæmni er því alls ekki unt að gera mikið. Þótt sumir kaflar í Kristnisögu séu orðrétt teknir npp úr íslendingabók, þá sannar það alls ekki, að einmitt sú bók og engin önnur sé fyrirmyndin, þvi að það er mjög sennilegt, að íslendinga- bók sé einmitt allvíða orðréttur útdráttur úr öðru stærra riti Ara (t. d. Kristniboðssögunni). Og það er sennilegt, að hann bafi einhversstaðar ritað itarlegar en hann gerir i Islendingabók um Þangbrand, manninn, sem skírði Hall fóstra lians þrevetran. Sá karl befir vist kunnað að segja Ara meira og fleira um vist Þangbrands bér á landi. ’) Sbr. Aarböger for nord. Oldkyndighed 1893, bls. 347 etc. ») Lit. Hist II, 578. ») Sama rit II, 577.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.