Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 48

Skírnir - 01.04.1912, Side 48
144 Nokkrar ath. um isl. bókmentir á 12. og 13. öld. unnar sjálfrar, því að þar segirí 12. kap. (Bisks. I, 27) um Ara »er flest hefir sagt frá þessum tíðindum, er hér eru rituð*. Hvernig gæti höfundurinn kom- ist þannig að orði, ef hann hefði ekkert annað frá Ara, en það, sem stendur í Islendingabók ? Það er sannarlega mjög lítill hluti þess, sem í Kristnisögu stendur. Höf. hefir því ómótmælanlega haft fyrir sér annað miklu viðtækara og yfirgripsmeira rit eftir Ara en íslendingabók, og ef til vill notað fleiri rit til fyllingar. En megingrund- völlur og aðalefni Kristnisögu mun frá Ara r u nn ið. Kristnisaga finst ekki nema í Hauksbók og ber að skoða bana sem beint áframhald af Landnámu. Mun Haukur bafa haft fyrir sér frumrit Styrmis, bæði af Landnámu og Kristnisögu, og er Kristnisaga næst á eftir Landnámu í Hauksbók, svo að sennilegt er, að Kristnisaga hafi upp- haflega verið aftan við Landnámu Styrmis, er Haukur hafði fyrir sér, er hann reit Landnámu sina (Hauksbók). Það hyggur Guðbrandur1), enda er mjög sennilegt, að það sé rétt. Og liggur þá miklu nær að ætla Styrmi höfund Kristnisögu en einhvern annan. Eins og Styrmir hefir aukið Landnámu Ara, eins hefir hann gert með Kristnisögu hans, er legið hefir fyrir í handriti miklu fyllra og víðtækara en Islendingabók, handriti, sem nú er gersamlega glatað, eins og fleiri rit Ara. En Styrmir hefir að likindum ekki komist í kynni við rit Ara fyr en hann flutti á Suðurland, og því mun Kristnisaga í þeirri mynd, sem hún nú er, ekki samin fyr en á árunum 1210 —1220, eða ef til vill síðar. Setningin í 3. kap., um kirkj- una í Asi, er staðið hafi þá er Bótólfur var biskup á Hól- um (1238—1246), þarf alls ekki að sanna, að sagan sé rit- uð eftir þann tíma, því að það er mjög sennilegt, að Styrmir sjálfur hafi einmitt bætt þessu við á efstu árum sínum (hann dó einmitt 1245), og Haukur tekið það upp, er hann afritaði söguna, án þess að breyta því, en frá Hauk ‘) Bisks. I, XX.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.