Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1912, Page 78

Skírnir - 01.04.1912, Page 78
174 Sigga-Gunna. atað eins og áður. Og hvert er þá að fara annað en til yðar. Það er nú búið sem þeir sköffuðu mér til þessara tveggja mánaða*. Páll hvíslaði að mér: »Hún er ekki ákaflega mann- glögg, kerlingarskepnan«. »Já, já«, hélt Arni bóki áfram að herma eftir kaup- manninum. »Ekki hafa þeir nú skaffað rausnarlega, bless- aðir mennirnir. En þeir eru líka stórir þessir barnamag- ar. En ekki lítið þér samt út fyrir að vera ofalin, Guð- rún mín«. »Eg hefi nú aldrei feit verið síðan hann Sigurður minn sálugi druknaði. En haldið þér nú, blessaður öðling- urinn, að þér líknið mér eitthvað. Það fer að kvölda og heima bíða blessaðir litlu munnarnir«. Arni kallaði á Pál og hvíslaði einhverju að honum. Páll brosti og dró annað augað í pung, tók svo hattinn sinn og fór yfir í búðina. »Ætli maður verði ekki að láta yður fá einhverja úr- lausn í þetta sinn, Guðrún«, sagði svika-kaupmaðurinn. Hann tók blað af borðinu, og krotaði eitthvað á það. »Farið þér með þetta út í -búðc. »Guð almáttugur launi yður lífs og liðnumc, sagði Guð- rún og tók í höndina á Árna, »og verið þér alla tíma blessaðir og sælirc. Hún kvaddi mig svo með handabandi og mér fanstj höndin á henni enn þá kaldari og visnari en áður; það greip mig einhver ónota hrollur að koma við hana. Eg leit á seðilinn, sem hún hélt á. Á hann var krotað: »Látið kerlingarfjandann ekkert fá út«. Eg leit á Árna, hálf-hissa, hann sat við borð sitt og brosti í kamp. Svo fór Sigga-Gunna, og um leið skaust Páll inn. »Flýttu þér að loka hurðinni*, hrópaði Árni til hans. Páll snerist á hæli og læsti. »Komið þið nú upp á loft með mér« sagði Árni, »og hljóp upp stigann. Glugginn þar vissi út að búðinni. »Nú skulum við skemta okkur*. »Hvað skrifaðir þú á miðann?c spurði Páll.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.