Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1912, Page 86

Skírnir - 01.04.1912, Page 86
182 Ritfregn. Stundum hefur útg. slept þeim mönnum, sem að eins eru nefndir sem feSur unnara, t. d. Grími, föður Svertings (I bls. 47 28 og 555 — líklega sami maður og Grímur lögsögumaður Svertingsson), Finni, föður Þórhalls (I bls. 53 26 og 59 1 — líklega sami og Finnr Hallsson, lögsögumaður, sem stendur á skránni) og Gils, föður Há- mundar á Lundi í Reikjadal siðra (I bls. 235 26 — eflaust sami maður og Gils Þormóðsson, faðir Hámundar, sem er nefndur I bls. 5 9 21,24 og stendur á skránni). Á stöku stað eru tveir menn gerðir úr einum: Ásbjörn valfrekr, »bróðir Eyjólfs oflát a«, nefndur I bls. 174 2 er sami maður og Ásbjörn Hallsson, »bróöir Eyjólfs« (sjá I 158 4 og 162 2°-21). Eyjólfr ofláti og Eyjólfr Halls- son er sami maðurinn, tvítalinn í skránni. Bersi Vermundarson, sem getið er I bls. 195 neðanm. við 13. línu, virðist sami maður og Bersi Vermundarson frá Móbergi (I bls. 282 13). Kjartan sá, er varð sár í Skálholtsbardaga (I bls. 566 3), er sami og Kjartan Helgason (I bls. 562 20). Kollabæjar Bárðr (I 362 neðanm. við 18. línu) er sami og Bárðr Bárðarson, líka nefndur Koll-Bárðr (sbr. I 316 15,1®). Við örnefnaskrána hef jeg ekkert fundið að athuga, nema ef vera skildi það, að útg. hefur ekki tekið í hana Laugar í Körða- dal, sem Lauga-Snorri er við kendur (sbr. Árb. Fornlf. 1904, 17.— 18. bls.). Bærinn er ekki nefndur í Sturl. öðru vísi enn sem firri liður i nafninu Lauga-Snorri, og má finna þá staði í manna- nafnaskránni undir Snorri Þórðarson. Geta má og þess, að Ofsadalr (I bls. 171 29) er víst ekki annaö en nokkuð óvana- legur ritháttur firir U p s a d a 1 r, lítið dalverpi, sem gengur upp frá Upsum á Upsaströnd (sjá Íslandslísing Kr. Kálund’s II 93. bls.); u og o skiftist oft á (sbr. Noreen, Altisl. und altnorw. gramniatik 3. útg. § 154, 2) og sömuleiðis p og f á undan s (s. st. § 232, 2). Prentvillur eru fáar í þessu bindi og flestar leiðrjettar aftan við það. Þessar hef jeg rekið mig á óleiðrjettar: Bls. 90 neðan- máls, 4. 1. les s t r i n d a r. — Bls. 93 neðanm.: í orðaröð 123. vísu er slept orðinu f a s t. — B'ls. 258 29 les f I e i r i. — Bls. 285 1 les 'frændi. — Bls. 311 neðanm. 4. 1. les við m ó r. Bindinu filgir formáli við útgáfuna í heild sinni með mjög nákvæmri og fróðlegri handritalísingu, ennfremur ljósprentuð sínis- horn af báðum skinnbókum Sturlungu. Allur frágangur á útgáf- unni er hinn vandaðasti bæði að prentun og pappír. Allir þeir, sem unna íslenskum bókmentum, hljóta að vera

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.