Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1912, Síða 89

Skírnir - 01.04.1912, Síða 89
I'rá útlöndum. 1Í5& þess stað að komast til suðurheimsskautsins. Hafði hann aður borið þessa ráðabreytni undir förunauta sína og þeir allir samþykt hana. Voru þeir þá staddir í bœnum Funchal á Madeiru. Þaðan héldu þeir svo á stað í leiðangurinn suður. Þeir voru vel út búnir, höfðu 115 grænlenska sleðahunda, nóg af skíðum og sleðum og vistir til tveggja ára. »Fram« flutti þá fólaga til Hvalvíkur (Bay of Whales), sem er á 78. st. 24. mín. s. br., þar sem hefst hin fasta ísbreiða suðurskautsins, og er Hvalvíkin austar en lendingarstaður Scotts, og langur vegur á milli. »Fiam« kom til Hvalvíkur 15. jan. 1911 og fór þaðan aftur 14. febr. norður til Suður-Ameríku, en skyldi svo að ári liðnu vitja þeirra aftur. Þeir urðu þarna eftir 8 menn alls, gerðu sór vetrarsetustað við Hvalvíkina og kölluðu þar Fram- heim. Fróttist nú ekkert af þeim suðurförunum fyr en 8. marz í ár. Þá kom skeyti frá Amundsen, er komiun var til bæjarins Hobarth á Tasmaníu í Ástralíu, og skýrði frá, að hann hefði komist til suðurheimsskautsins og verið þar dagana 14.—17. desember 1911. Fyrst barst þó fregnin þannig út í enskum blöðum, að Amundsen væri kominn til Ástralíu og skyrði frá, að Scott hefði komist til suðurheimsskautsins. En enska blaðið »Daily Chronicle« fékk þá allnákvæma skýrslu símaða frá Amundsen um förina, og kom þá fram, að hann vissi ekkert um ferðir Scotts, en hafði sjálfur fyrstur manna komið á suðurskautið. Skýrsla Amundsens til »Daily Chronicle« er enn hið helzta, sem menn vita um þessa för, og skal því tekið hór upp aðalefni hennar. í byrjun febrúarmánaðar 1911 skildi skipið »Fram« við þá fó laga í svonefndri Hvalvik, suður við heimskautsísinn, eins og áður segir. Þá tóku þeir að kanna landið þar umhverfis. Þeir fluttu vistir suður á leið til síðari tíma, og höfðu 11. apríl útbúið sór forðabúr á þrem stöðum. Þá tóku þeir að búa um sig. Þeir höfðu 110 hunda og reistu handa þeim 8 skýli. Handa sjálfum BÓr gerðu þeir íveruhús, sem var þakið með snjó. Til Ijóss og hitunar höfðu þeir 200 ljósa lúxlampa, og var að jafnaði 20 st. hiti C. í kofa þeirra og þó gott loft. Þarna inni höfðu þeir vinnustofur, geymslu rúm, kjallara fyrir matvæli, bað, bæði alment bað og gufubað. Úrdá- litlum klefa höfðu þeir góða útsýn yfir landið. Voru þeir þarna inni vel varðir fyrir kulda og stormum. 22. apríl hvarf sólin og sást ekki í 4 mánuði. Snjókoma var ekki mikil, þótt opið haf væri nærri. Kuldinn var um 50 st. C., hæstur 13. ágúst, og þá 53 st. Stormar voru ekki miklir nema 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.