Norðurljósið - 01.01.1969, Síða 20

Norðurljósið - 01.01.1969, Síða 20
20 NORÐURLJ ÓSIÐ gekk ég bónleiður af fundi hans. Varð þá ek'ki hjá því kornizt að safna skuldum og vona, að unnt yrði að greiða þær um vorið og sumarið. Var það fæði mitt, er ég gat ekki greitt. Er prófi var lokið, tók ég að leita mér vinnu niður við höfnina. Komst ég þá í togaravinnu við uppskipun afla úr togurum. Man ég enn fyrsta daginn, hve erfiður mér þótti hann. Næsta dag var fisk- urinn fluttur inn á Kirkjusand. Tók þá við annar langur dagur þar, sem leið þó að lokum. Minnisstæðasta togaravinnan var sú, er nú skal greina frá. Togari lá við bryggju austan til í höfninni, líklega nærri þeim stað, þar sem „hegrinn“ mikli hefir staðið lengi. Kom ég þangað að liðnti hádegi, minnir mig, og var þá lágsjávað mjög. Verkstjórinn hafði fremur fáa menn. Lét hann mig standa á palli í lestaropi. Niðri í stí- um í lestinni voru fimm menn, er losuðu fiskinn þar úr saltinu og fleygðu honum upp á pallinn til mín. Venjan var isú, að þrír menn skiptust á um það að vera á palli. Vann þá eða hamaðist öllu heldur sá, er á pallinum stóð, meðan hinir hvíldu sig undir næstu skorpu. Verkstjórinn sagði méf: að keppast ekki meir við en svo, að ég gæti haldið út nokkuð lengi, því að hann héfði engan mann til að skipta við mig. Þar sem svo lágsjávað var, hafði verið reistur nokkuð langur vinnupallur á þilfari togarans rétt hjá lestaropinu. A honum stóðu fveir ungir menn, og skyldu þeir fleygja fiskinum upp á hafnarbakk- ann, en það var yfir seilingarhæð. Á bakkanum voru svo nokkrar stúlkur, sem köstuðu fiskinum upp á pall flutningabifreiðar. En á milli mín og ungu mannanna var 11 ára drengur, sonur skipstjór- ans. Hann átti að kasta fiskinum upp á pallinn. Þetta var þá keðjan: Fimm menn í lest, einn maður í lestaropi, einn drengur á þilfari, tveir menn á palli og svo stúl-kurnar uppi. Hver var veikasti hlekkurinn í þessari keðju? Hvað heldurþú? Þér skjátlast, ef þú segir „drengurinn.“ Það voru ungu mennirnir. Þeir unnu svo hægt, að mér blöskraði æ meir, unz ég gat ekki orða bund- izt. Drengurinn hafði fyllt svo pallinn hjá þeim, að þar komst víst ekki meira, o-g kasir voru á þilfarinu. Þegar ég fann að þessum vinnusvikum, öðru nafni gat ég og get ekki nefnt það, fékk ég þetta svar: „Þú hugsar ekki mikið um kaupið!“ Mér varð nálega orðfall. Svo sviksamlegum hugsunarhætti hafði ég aldrei áður kynnzt. Ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.