Norðurljósið - 01.01.1969, Page 27

Norðurljósið - 01.01.1969, Page 27
NORÐURLJÓSIÐ 27 'hefði borið pokann. Hafði ég orð á því við Gvend, að mér þætti lítið ýtt undir pokann. Slíkt vildi hann ekki heyra. Eftir þetta áttum við Gvendur oft í smábrösum, sem eitthvað reyndu á kraftana. Fór hann jafnan halloka, og þótti mér það nokkurri furðu sæta, því að kraftalegur þótti mér hann. Bauð hann mér oft í krók, og fór það jafnan á einn veg, þann, að ég dró hann upp. Er þessu hafði farið fram um hríð, bar svo til dag nokkurn, er við vorum úti á túni að snúa heyi eða rifja, eins og það hét í Miðfirði, að við settumst niður stutta stund. Gvendur bauð mér í 'krók. En það skipti engum togum, að fingurinn á mér var sem kominn í skrúfstykki, er vægðarlaust rétti hann upp. Eftir það dró ég Gvend aldrei framar upp í krók. Eitt sinn mátti ég ihafa alla hendina í kaðalhring. Hann bauð fram á móti löngu- töng hægri handar. Ekki entust mér kraftar til að draga hann upp. Brá ég þá hinni hendinni í lykkjuna. Þá greip Gvendur utan um úlnliðinn með vinstri hendi. Sá ég þá, að ég væri eitt- hvað meir en annarrar handar maður hans að afli. Aflraunum okkar Guðmundar lauk utidir haustið, ekki löngu áður en ég hélt á brott úr sveitinni. Matur var reiddur til kaupa- fólksins í fötum út á engjarnar. Var hafður nokkuð langur kað- all í höldunum á fötunum. Tókum við nú kaðalinn, og bjuggum við til úr honum lykkju. Settumst við síðan flötum beinum and- spænis hvor öðrum. Reyndi ég þegar í stað að halla mér sem bezt ég gat aftur á bak. Við spyrntum báðir í þúfu, sem var á milli okkar. Tók nú Gvendur að síga fast í lykkjuna. En ég veitti það viðnám, sem ég mátti. Oðru hvoru jók hann átakið eða þyngdi, rétt eins og þegar lóð er látið á vogarskál. Fann ég, að líkami minn virtist ekki eiga meira afl til en tekið hafði verið til notkunar. Þá var að taka á sálarkröftunum líka. Menn taka stundum á af öllum lífs og sálarkröftum. Ég vildi með engu lifandi móti láta undan og gefast upp. Þessi aflraun fékk óvænt- an enda. Allt í einu mættust hælar okkar Guðmundar í gegnum þúfuna. Þá rákum við báðir upp skellihlálur, fleygðum kaðlin- um og höfum aldrei reynt afl okkar síðan á neitt líkan hátt. Mundi lítt tjóa mér að togast á við hann núna. Þótt hann sé kom- inn á síðari hluta áttunda tugsins, vinnur hann enn erfiðisvinnu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.