Norðurljósið - 01.01.1969, Side 98

Norðurljósið - 01.01.1969, Side 98
98 NORÐURLJÓSIÐ þá, sem vildu ekki hætta að tala um Krist, þrátt fyrir það að þeim var bannað af Gyðingum að gera það. Aðrir segja: „Vér höfum presta og trúboða; er ekki nóg, að þeir tali um Krist og hvetji menn til að koma til hans?“ Það er ekki nóg. Hvers vegna? Af því að Guðs orð kennir oss, að öll Guðs börn eigi að viðurkenna Jesúm sem frelsara sinn og reyna að leiða aðra til hans. Þegar mikil ofsókn hófst gegn söfnuðinum í Jerúsalem, er sagt í ritningunni, að allir „tvístruðust út um byggðir Júdeu og Samariu nema postidarnir.“ Rétt á eftir lesum vér, að „þeir, sem tvístraðir voru, fóru víðs vegar og boðuðu orð fagnaðarerindisins“ (Post. 8. 1. og 4.). Það voru þá ekki postularnir, sem boðuðu orð fagnaðarerindisins víðs vegar, því að þeir voru heima í Jerúsalem. Það var fólkið, óbreytta fólkið, er sjálft hafði reynt kraft hins upp- risna frelsara, og það langaði til að leiða aðra til hans. Það er mjög ólíklegt, að þessir menn hafi haldið nokkrar sam- komur eða guðsþjónustur, heldur töluðu þeir við þá, sem þeir hittu, og leituðust við að hafa áhrif á þá og að leiða þá til Krists. Vér sjá- um mörg dæmi þessa í ritningunni. Filippus hittir mann, akandi í vagni, sem er að lesa í gamla testamentinu. Samtal þeirra endar þannig, að maðurinn snýr sér til Krists. Páll hittir nokkrar konur á árbakka, sezt niður og talar við þær og leiðir sarntalið að frelsar- anum. Arangurinn verður sá, að ein kvennanna, Lydía, leitar Drott- ins af hjarta. Páll talar um Drottin við fangavörðinn í fangelsinu, við hermennina, sem fylgja honum til Róm, við fólkið, sem kemur til hans í húsi hans þar. Vér munum öll eftir því, hvernig Drottinn Jesús talaði sjálfur við konuna við Jakobsbrunninn í Samaríu. Alls staðar eru menn og konur, sem þrá einhverja hjálp og upp- örvun í andlegum efnum. Þetta er aldrei látið í ljós. En ef einhver, knúður af kærleika Krists talar fáein orð um hann að fyrra bragði, þá eru þeir oft fúsir til að heyra meir um hann, sem getur orðið þeim til ómetanlegrar blessunar. „Hver sem því kannast við mig fyrir mönnunum, við hann mun ég einnig kannast fyrir Föður mínum á himnum. En hver, sem af- neitar mér fyrir mönnunum, honum mun ég og afneita fyrir Föður mínum á himnurn." (Matt. 10. 32.). „Því að með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum ját- að til hjálpræðis; því að ritningin segir: „Hver, sem trúir á hann, mun ekki til skammar verða.“ (Róm. 10. 10., 11.)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.