Norðurljósið - 01.01.1969, Síða 150
150
NORÐURLJÓSIÐ
dásamlegur og þú hefir sagt mér. Þegar hljómleikarnir voru
búnir og ég var orðin ein í herbergi mínu, sagði ég: „Herra
Jesús, ég elska þig! Eg veit, að þú ert dáinn á krossinum
fyrir syndir mínar, komdu inn í hjarta mitt.“ Og hann gerði
það! Ég bað líka annarrar bænar: Hjálpaðu mér til að elska
þig alveg eins mikið og Dóróþea gerir.“
Þarna mitt á götunni féllust þær í faðma, litla kristna
stúlkan og litla Gyðingastúlkan.
Dóróþea og Norma eru alltaf þær beztu vinur, sem unnt
er að hugsa sér. Dag nokkurn, er þær töluðu saman um
hljómleikana, sagði Norma: „Já, ég fékk silfurbikar, en þú
fékkst stjörnu í kórónuna þína heima hjá Jesú. Ég vildi
fúslega skipta við þig, ef ég gæti!“
6. REYNSÉA SOÉITO.
Solito vissi ekki, að það væri rangt að stela eða skrökva.
Hún hafði alltaf gert það og hinar stúlkurnar líka, sem
bjuggu í þorpinu í Filippseyjunum. Hvernig átti hún að vita
betur? Enginn hafði nokkru sinni sagt við hana: „Solito,
þú mátt ekki stela, þú mátt ekki ljúga.“
Dag nokkurn kom ókunnug kona í þorpið. Hún var sjálf
úr Filippseyjunum. Hún hét Florentine.
r
A hverjum degi safnaði Florentine börnunum saman og
sagði þeim dásamlegar sögur um hinn almáttuga Guð, er
skapað hafði himin og jörð og öll fallegu trén og blómin,
af því að hann elskar okkur. Hún sagði frá, að þessi kær-
leiksríki góði Guð hefði sent son sinn Jesúm í heiminn, af
því að hann elskar mennina, og á degi hverjum sagði hún
þeim meir um Jesúm.
Þetta var í fyrsta skipti, sem nokkur hafði komið í þorpið
til að segja þessar dásamlegu fréttir. En það var erfitt fyrir
börnin að skilja það, sem Florentine sagði þeim, svo að
stundum notaði hún hluti til að gera það auðskildara.