Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1972, Side 58

Andvari - 01.01.1972, Side 58
56 JÓN GÍSLASON ANDVAM Sókrates og hinn ungi vinur hans fara síðan til Kallíasar, auðugs manns, þar sem Prótagoras og fleiri sófistar eru gestir. Dyravörðurinn er að niðurlotum kominn, vegna ]>ess að hann hefur stöðugt verið að taka á móti nýjum og nýjum gestum, og því er hann orðinn viðskotaillur. Þeir hitta svo á, að Prótagoras er á röhi fram og aftur í súlnagöngum í húsa- garðinum, og eru þrír eða fjórir áheyrendur á hvora hönd honum, enda hyggst einn þeirra sjálfur verða „sóiijti". A hæla þeim kemur fjöldi manna, aðallega utanbæjarmenn, sem elta Prótagoras borg úr borg, rétt eins og allt lét beillast af söng Orfevs forðum c g hlaut honum að fylgja. Annar „sófist' situr í e. k. hásæti í hinum enda súlnagangnanna. Umhverfis hann sitja rnargir menn, sem eru að beina til hans ýmsum spurningum við- víkjandi náttúruvísindum og stjörnufræði. Þriðja „sófistann*, Pródíkos, hafði Kallías sett í pakkhús, sem rýmt hafði verið og breytt í gestaherbeigi. Er hann ekki kominn á fætur enn, allur dúðaður í teppi og gæruskinn, enda heilsulítill. Áheyrendur hans sátu á næstu rúmum. Áður en langt um líður, hafa allir safnazt saman og setzt á rúm og bekki, sem raðað hefur verið í hring, svo að allir geti fylgzt með rökræðum þeirra Sókratesar og Prótagorasar. Prótagoras var talinn hafa orðið fyrstur allra sófista til að taka gjald fyrir kennslu sína. Verður þó ekki annað sagt en að hann hafi verið sanngjarn í kröfum. Ef nemendur voru ánægðir, greiddu þeir í lok námskeiðsins tilskilið kennslugjald. Að öðnun kosti gengu þeir inn í hof og sóru þar við nafn guðanna. að þeir skvldu greiða það. sem þeir siálfir teldu sanngjarna greiðslu. Elvort sem kennslugjöld sófistanna hafa verið há eða lág, þá er eiti víst, að nemendur horfðLi ekki í að greiða þau. Og svo var áhuginn mikill, að rnargur ungur maðurinn hélt að heiman og fylgdi rófistunum borg úr borg. Vafalaust hafa sófistarnir vakið slíkan eldmóð, af því að ýmsir þeirra á meðal hafa verið Næddir miklum persónutöfrum. Þekkingarþrá manna var líka mikil og almenn á öld sófistanna, eins og áður var getið. Þá héldu ýmsir sófistar því fram. að j>eir gætu kennt nemendum sínum að þræða hinn sanna veg dygðanna. Ef til vill hefur sterkasta hvötin verið metnaður. Ungir menn ólu óslökkvandi þrá í brjósti að geta borið hærri hlut í kappræðum, — hvert svo senr umræðuefnið kvnni að vera. Þar að auki var menntun vísasti vegurinn til áhrifa í stjórnmálum. Og sófistarnir kenndu m. a. mælskulist og lögðu mikla alúð við að fullkomna þau fræði sem mest þeir máttu. Málsnilld varð eigi aðeins öflugt vopn í stjórnmála- baráttunni. heldur gat hún beinlínis ráðið úrslitum um örvggi manna, því að fyrir dómstólum varð hún oft og einatt þyngri á metunum en blákaldar stað- reyndir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.