Andvari - 01.01.1988, Qupperneq 7
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
Pétur Benediktsson
Pétur Benediktsson varhár vexti ogsvaraði sér vel, þreklegur og höndin
sterkleg. Hann gekk oft hratt og beitti stundum annarri öxlinni svolítið
fyrir; manna fríðastur, hárið dökkt og slétt, fallega eygður, augungrá og
dálítið brún- eða grænkembd og sýndust oft mjög dökk. Hann var
einstaklega skemmtilegur maður, fróður, gagnorður, hugkvœmur,
gamansamur. Hann var að sama skapi ágœtur ræðumaður, röddin sterk
og skýr, framsetningin skarpleg og tungutakið fjölskrúðugt. Yfirleitt var
stíll hans og málfar kröftugt ogsérkennilegt bæði í rœðu og riti ogfyndið
jafnvel í embættisskýrslum, þó að ólíklegt kunni að virðast. Sterkur
persónuleiki hans setti mark áflestsem hann sagði oggerði. Hann lagði
yfirleitt alúð og kunnáttu í alltsem hann tók sér fyrir hendur. Pessvegna
gat hann líka beittfyrir sig einfaldasta stíl og orðavali eins og sjá rná til
dæmis af þýðingu hans á œvisögu Jóns Krabbe.
Hann var mikill samrœðumaður. Áhugi hans á mönnum og mann-
legum efnum var óþreytandi, skoðanir hans ákveðnar og einstaklega
hégómalausar. Hann var enginn einrœðumaður eða yfirgangsmaður í
tali, heldur hlustaði vel á aðra. Orðaskipti vóru honum að skapi ogþrátt
fyt'ir kapp og afdráttarleysi var hann í raun og veru mjög tillitssamur í
viðræðu. Ef margir vóru saman bar að vísu oft mest á honum, en það
vargaman að taka eftirþví, hvernig hann sá tilþess að allirsem eitthvað
vildu til málanna leggja kæmustað. Petta var í samræmi við þá tilhneig-
hig hans sem kom fram í mörgu öðru að styðja við þann sem minna
tnátti sín. Réttlœtiskennd hans var ákaflega sterk. Margur sem heyrði
hann taka óvœgið til orða, fékk áður en varði að kynnast réttsýni hans
°g umburðarlyndi. Hitt er rétt að hann þoldi ekki alltaf vel það sem
honum fannst vera heimska og hégómaskapur.
Hann átti stórt bókasafn og notaði það mikið og vel. Safnið var mjög
gott í ýmsum þeim greinum sem vóru honum hugstæðar: fornsögur,
lsIenzk fræði, íslenzk og erlend sagnfræði, skáldskapur nítjándu og
tuttugustu aldar, til dœmis. Pað gat verið sérstaklega gaman að sitja með