Andvari - 01.01.1988, Side 10
8
JAKOBF. ÁSGEIRSSON
ANDVARI
sveigði aldrei frá réttu máli til að koma sér í mjúkinn hjá stjórn eða
öðrum valdhöfum. Ræður hans og rit voru aldrei aðgöngumiðar að
embættum eða bitlingum.“ Benedikt sat á þingi fyrir Norður-Þing-
eyinga í tæpan aldarfjórðung og var forseti neðri deildar samfleytt frá
1920 til 1930. „Og það mun almælt, að ekki hafi skörulegri maður né
virðulegri setið á forsetastóli á Alþingi,“ sagði Jón Sigurðsson á
Reynistað úr forsetastóli sameinaðs þings að Benedikt látnum.
Móður Péturs lýsti Guðmundur G. Hagalín svo í Andvaragrein um
Benedikt Sveinsson: „Frú Guðrún Pétursdóttir er gáfuð kona og mjög
vel menntuð, hagvirk, mikilvirk og framtakssöm, gædd óvenjulega
styrkri og þó viðkvæmri skapgerð. Hún sá af einstakri elju, röggsemi og
alúð um heimilið og barnahópinn og var gædd slíkum áhuga á þeim
málum, sem voru hugsjónamál bónda hennar, að hún fremur hvatti
hann en latti — og það á þeim árum, sem ástæður voru erfiðar, börnin
ung og eftirtekjan rýr af störfunum.“
Þau Benedikt og Guðrún bjuggu allan sinn fimmtíu ára búskap að
Skólavörðustíg 11A í Reykjavík og þar fæddust þeim börnin sjö og tók
sama ljósmóðirin á móti þeim öllum. Elstur var Sveinn framkvæmda-
stjóri, f. 1905, síðan Pétur, þá Bjarni forsætisráðherra, f. 1908,
Kristjana, f. 1910, sem átti Lárus H. Blöndal bókavörð, Ragnhildur, f.
1913, dó tvítug, og loks tvíburasysturnar, f. 1919, Guðrún, gift Jó-
hannesi Zoéga hitaveitustjóra, og Ólöf menntaskólakennari, sem átti
Pál Björnsson hafnsögumann.
Pétur var heitinn eftir móðurafa sínum, syni Kristins í Engey, sem dó
á besta aldri. Hálfs annars árs fór Pétur í fóstur til Ragnhildar móður-
ömmu sinnar og seinni manns hennar Bjarna Magnússonar skipstjóra,
sem þá höfðu brugðið búi í Engey og voru nýlega flutt að Laugavegi 18.
Ragnhildur átti við langvarandi vanheilsu að stríða síðari hluta ævinnar
og stóð Ólafía dóttir hennar fyrir heimilinu og mátti kallast fóstra
Péturs. Pétur var þó alla tíð með annan fótinn í föðurhúsum og leið vart
sá dagur að hann kæmi ekki þangað, enda stutt að fara.
„Pétur var afar góður við systur sínar og okkur þótti hann ákaflega
skemmtilegur,“ segir Ólöf systir hans: „í æsku minni var mikið talað
um hvað hann hefði verið skemmtilegt barn og oft komist þannig að
orði að hann hefði verið svo „skemmtilega óþekkur“. Bræður mínir
voru allir mjög samrýndir enda aldursmunur lítill. Peir gáfu út blað og
ræddu þar ýmis ágreiningsmál sín, en upplagið var aðeins eitt eintak,
handskrifað. Einkum var þó kært með Pétri og Bjarna; ég held þeir