Andvari - 01.01.1988, Síða 12
10
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
ANDVARI
þeirra á tungunni og öllu sem fagurt var og tigið í hugsun og menning
íslendinga frá elstu tímum,“ sagði Kristján Albertsson í afmælisgrein
um Pétur fimmtugan og brá upp þessari skemmtilegu mynd af föður
hans: „Við sátum nokkrir bekkjarsveinar á Hótel Reykjavík í júní
1914 og gerðum okkur glaðan dag að loknu prófi. Skammt frá sat
Benedikt Sveinsson alþingismaður, og gaf okkur auga, settist loks hjá
okkur stundarkorn og sagði að það gleddi sig ævinlega að kynnast
„ungum íslendingum“ — en þau tvö orð sagði Benedikt jafnan með
öðrum hreim en nokkur annar maður, svo að þeim fylgdi bæði minning
og eggjan, saga landsins og allar þess vonir líkt og rifjaðar upp í einu
andartaki. Okkur skólapiltum þótti mikill sómi og gleði að slíkum gesti
við borð okkar. Mikið kapp var á þessum árum í sjálfstæðisbaráttunni,
og fékk mál Benedikts jafnan óhversdagslegan svip þegar sá hiti fór um
geð hans. Man ég að hann sagðist eiga syni á barnsaldri, sem verða
myndu góðir íslendingar. — Synir hans munu hafa verið innan tvítugs,
þegar hann seinna sagði mér frá einhverjum forfeðra sinna, sem uppi
var á Þjóðfundar-árunum, og var stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar
og „tillöguharður í sjálfstæðismálinu svá sem þeir eru synir mínir
Sveinn, Pétur og Bjarni.“ “
2
Vorið 1925 lauk Pétur stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík
með góðri 1. einkunn. Af einkunnabókum hans að dæma var hann
jafnvígur á allar námsgreinar — nema danska stílinn og var svo um alla
þá bræður að þeir þráuðust við að læra mál „herraþjóðarinnar“. Pétur
var hins vegar mikill málamaður og þegar hann gekk í dönsku utanrík-
isþjónustuna varð hann brátt kunnur að því að skrifa hreinni dönsku en
innfæddir samstarfsmenn hans.
Pétur tók nokkurn þátt í félagslífinu í skóla — og minntist Sverrir
Kristjánsson hans í ræðustóli á Framtíðarfundi í hátíðarsal Mennta-
skólans: „Mér varð dálítið starsýnt á stúdentsefnið: hár vexti og
grannur, andlitið frítt og augun snör, en einkum fannst mér til um hve
fastmæltur hann var og stíll hans snarborulegur.“
I Minningum úr Menntaskóla kveðst Pétur hafa verið þeirri stund
fegnastur er hann útskrifaðist þaðan. „En stundum var nú gaman,“
bætir hann við: „Ætli okkur komi ekki flestum saman um það, sem í