Andvari - 01.01.1988, Page 14
12
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
ANHVARI
frjálslyndra þegar ákvörðun var tekin um að sameinast íhaldsflokkn-
um og stofna Sjálfstæðisflokkinn árið 1929.“ Benedikt faðir þeirra
hafði að vísu gengið í Framsóknarflokkinn 1927, en reyndist þar tregur
í taumi og alkunnugt var að hjarta hans sló með hans gömlu þversum-
félögum sem stofnað höfðu Frjálslynda flokkinn.
Fegar Jónas Jónsson frá Hriflu tók að láta til sín taka eftir stjórnar-
skiptin 1927 átti Pétur Benediktsson harðar greinar í Vísi gegn offari
ráðherrans og þótt þær væru birtar undir dulnefni vissu allir hvaðan
þær voru ættaðar. Munu skrif Péturs hafa ýft mjög skap Jónasar og er
Benedikt tók að greiða atkvæði gegn tillögum hans á þingi hefur
honum fundist mælirinn fullur. Hagalín skrifar:
,,Fað kom fljótlega í ljós á þingi, að um ærið margt átti Benedikt ekki
samleið með hinum nýju flokksbræðrum sínum. Greiddi hann sem fyrr
atkvæði að eigin geðþótta og snerist öndverður gegn flokknum í
sumum stórmálum, þar sem fram var farið að hans dómi með lítilli
forsjá. Má þar til nefna stöðvun á rekstri íslandsbanka. Sú varð og
raunin, að flokkurinn beitti sér fyrir því, að Benedikt var felldur við
forsetakjör í neðri deild veturinn 1931, og um vorið ákvað flokksfor-
ystan að bjóða fram á móti honum við Alþingiskosningar frænda hans
og gamlan fylgismann. Hlaut sá kosningu, og varð viðskilnaður Bene-
dikts við flokkinn með litlum kærleikum.“
En þá var Pétur sonur hans kominn til Hafnar — og næsta aldar-
fjórðunginn var hann fjarlægur áhorfandi að hinni hatrömmu stjórn-
málabaráttu sem háð var í landi hans.
3
Pétur útskrifaðist úr lagadeildinni í febrúar 1930 með mjög hárri 1.
einkunn — og um vorið fluttist hann til Kaupmannahafnar. Næstu
þrettán árin kom hann aðeins tvisvar til íslands og hafði skamma
viðdvöl í bæði skiptin. Hann hafði verið settur ritari í utanríkisráðu-
neyti Dana og þar starfaði hann uns síðari heimsstyrjöldin skall á.
í samræmi við ákvæði Sambandslaganna frá 1918 áttu nokkrir ís-
lendingar þess kost að starfa í danska utanríkisráðuneytinu til að afla
sér reynslu og þekkingar uns að því kæmi að ísland tæki utanríkismálin
í sínar hendur, en samkvæmt Sambandslögunum fóru Danir með
utanríkismál íslands í umboði íslendinga. Stefán Þorvarðarson hafði