Andvari - 01.01.1988, Qupperneq 15
ANDVARI
PÉTUR BENEDIKTSSON
13
gengið í dönsku utanríkisþjónustuna 1925 en verið kallaður heim
1929 til að veita forstöðu nýstofnaðri utanríkismálaskrifstofu Stjórn-
arráðsins. í kjölfar Péturs komu svo Agnar Kl. Jónsson 1933, Gunn-
laugur Pétursson 1937 og Henrik Sv. Björnsson 1939.
,,Mér var mikil ánægja, að vita þá alla,“ sagði Jón Krabbe, ,,vinna
gott verk og skapa sjálfum sér fótfestu fyrir framtíðina — þótt sumum
þeirra kæmi kannske nokkuð á óvart hversu langt Danir ganga í því við
slíka þjálfun að byrja neðst niðri og hve langur námstíminn er áður en
menn komast í ábyrgðarstöður.“
Pétur ávann sér fljótlega mikið traust og álit, jafnt meðal samstarfs-
manna og yfirboðara, og sem fyrr segir var dönskukunnátta hans
rómuð. „Þáverandi sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, Sveinn
Björnsson, hafði það eftir skrifstofustjóra í danska utanríkisráðu-
neytinu, að Pétur væri einn af allra hæfustu starfsmönnum ráðuneytis-
ins,“ skrifaði Loftur Bjarnason.
Af því sem hann vann að á vegum ráðuneytisins, umfram hina
venjubundnu stjórnsýslu, má nefna ritið „Indforelsesbestemmelser for
Konserves i fremmede Lande“ sem út kom 1939 og Pétur ritstýrði. Par
var gerð ítarleg grein fyrir markaðsmöguleikum danskrar framleiðslu í
öðrum löndum og þeim hömlum sem giltu um innflutning á hinum
ýmsu vörutegundum í hverju landi um sig. Ritið er 131 bls., tvídálka í
stóru broti. í sama mund kom einnig út undir ritstjórn Péturs 22ja bls.
bók, tvídálka, um „Indforelsesbestemmelser for Kartoffler i forskellige
Lande.“ — Þessar ritsmíðar „komu engum manni að haldi og gerðu
engum mein,“ sagði Pétur síðar; heimsstyrjöldin setti strik í reikning-
inn og heimurinn allur annar að henni lokinni.
Um eins árs skeið, 1936-7, dvaldi Pétur á vegum danska utanríkis-
ráðuneytisins á Spáni og í Frakklandi, fyrst hálft ár sem sendiráðsritari
við danska sendiráðið í Madrid, en síðan við frönskunám í Grenoble og
Toulouse í Frakklandi.
Á Danmerkurárunum gekk Pétur að eiga fyrri konu sína, Guðrúnu,
dóttur Eggerts Briem bónda í Viðey og Katrínar Thorsteinsson. Gift-
ust þau 22. desember 1933 og settust að svo nærri Kristjánsborg að
Pétur gat komið heim að borða hádegismat á hverjum degi. „Er það og
farið að sjá á mér,“ skrifaði hann snemma árs 1934, „því ég er að
hlaupa í spik svo sem bræður mínir, þótt ég sé vart eins skrímslislega
feitur og þeir ennþá . . .“ Pau Guðrún og Pétur skildu í upphafi árs
1944. Guðrún giftist síðar til Noregs og bjó þar til æviloka. Dóttir