Andvari - 01.01.1988, Side 16
14
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
ANDVARI
þeirra, Ragnhildur, sem fæddist í Kaupmannahöfn 28. desember 1937,
fylgdi móður sinni og ílentist í Noregi, giftist Jan Paus lögfræðingi í
Osló, og starfar sem endurskoðandi þar í borg.
Við lát Péturs minntist Sverrir Kristjánsson margra kvöldstunda á
heimili hans í Höfn „þegar Andvökur voru teknar fram úr bóka-
skápnum og húsráðandi bað mig að lesa ljóð skáldbóndans íslenska í
Vesturheimi. „Þú lest, Sverrir, eins og íslenskur sveitamaður í bað-
stofu,“ sagði Pétur stundum við mig.“
,,Hann tók nokkurn þátt í stúdentalífi ungu mannanna“ í Höfn,
skrifaði Sverrir ennfremur: ,,og minnisstæð er mér bráðfyndin paródía,
sem hann gerði í stíl þeirra fundarályktana, sem við kommúnistar í
Félagi íslenskra stúdenta vorum vanir að gera og samþykkja hverju
sinni er við leystum lífsvandamálin, hvort sem þau voru af erlendum
eða innlendum toga. Það bjargaði okkur, að fundarstjórinn neitaði að
bera upp ályktun Péturs og reif hana í tætlur — annars hefði hún
sennilega verið samþykkt. En þetta var ekki í seinasta skipti, að ég
kynntist hinni hárbeittu íróníu hans.“
4
Þann 1. september 1939 var Pétur Benediktsson skipaður sendiráðs-
ritari við danska sendiráðið í London, að beiðni íslensku ríkisstjórn-
arinnar. Gegndi hann þeim starfa til 29. febrúar 1940 er hann varð
fulltrúi bresk-íslensku viðskiptanefndarinnar í London. Far með var
lokið tæplega 10 ára þjónustu hans í danska utanríkisráðuneytinu.
Daginn eftir innrás Pjóðverja í Danmörku 9. apríl 1940 samþykkti
Alþingi að íslendingar tækju utanríkismálin í sínar hendur og skömmu
síðar var Pétur skipaður sendifulltrúi í London. í útvarpsávarpi á
fullveldisdaginn 1940 sagði Pétur Benediktsson:
„Við lifum á skeggöld og skálmöld. Tvö meginöfl eigast við í
heiminum, og þótt vopnaburður hafi ekki tíðkast með íslendingum um
nokkrar aldir, höfum við orðið að taka okkar skerf af afleiðingunum.
En þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Evrópu-styrjöld hefur djúp áhrif á
sögu íslands. Fyrir röskum 130 árum höfðum við eins og stuttan
fyrirboða þess, sem nú hefur gerst, þótt ýms atvik væru öðruvísi. En
það sannaðist þá, að á slíkum róstutímum eiga íslendingar líf sitt undir