Andvari - 01.01.1988, Síða 19
ANDVARI
PÉTUR BENEDIKTSSON
17
sitt sem sendiherra fékk hann 13. desember 1941. Jafnframt var hann
sendiherra íslands gagnvart norsku útlagastjórninni sem haföi aðsetur
í London.
Hann kunni afar vel við sig í Englandi; var afbragðs enskumaður,
loftslagið átti við hann og honum samdi ágætlega við enskt skap og
lundarfar.
Hann dáðist mjög að hugrekki Lundúnabúa, geðstillingu þeirra og
skopskyni, öll hin örðugu styrjaldarár.
,,And how can you but admire a people who shows the good sense,
when the news from the war is bad, simply to sack one Minister of
Information after another,“ sagði hann eitt sinn í ræðu fyrir breska
áheyrendur.
Aður en hann kom til Englands kvaðst hann hafa þegið það heilræði
frá dönskum prófessor, að vita þýðingarlaust væri að reyna til við
fjármálaleiðarann í The Times án þess að hafa stúderaðA//ce in Wond-
erland. Pétur hafði þetta í heiðri. ,,It took me some time to digest both,
but once I mastered Alice the other became quite easy,“ sagði hann —
og bætti við: ,,And I ended up by becoming an addict to the Book of
Nonsence, Limericks and such-like literature. Under my pillow I
usually have Hilaire Belloc’s Cautionary Verses, including the Moral
Alphabet and the Book of Beasts for Bad Children, — and Another
Book of Beasts for Worse Children.“
Þær bókmenntir hafa eflaust yljað Pétri á köldum vetrarkvöldum í
Moskvu. Á einmánuði 1944 hélt hann í sína Bjarmalandsför.
5
Pétur var mjög mótfallinn því að fara til Moskvu, enda höfðu Rússar
áður lagt til að sendiherra íslands í London færi með mál lands síns
gagnvart Sovétríkjunum til ófriðarloka. Pétur taldi íslenskan sendi-
herra í Moskvu „geta nauðalítið áorkað landinu til gagns“ og hann
sjálfur væri sérlega illa fallinn til að gegna stöðunni því „þvingað
aðgerðarleysi“ væri sér ,,ógeðfellt“. Utanþingsstjórn Björns Þórðar-
sonar, með Vilhjálm Pór sem utanríkisráðherra, taldi aftur á móti
brýnt að senda „reyndan og ötulan“ fulltrúa til Moskvu, sérstaklega
vegna fyrirhugaðrar lýðveldisstofnunar á íslandi og hugsanlegra við-
skipta milli landanna að ófriðnum loknum, auk þess sem íslandi væri