Andvari - 01.01.1988, Side 26
24
JAKOB F. ÁSGKIRSSON
ANDVARI
Þegar kom austur yfir rússnesku landamærin tóku við önnur trúar-
brögð, aðrir siðir, önnur efnahagsþróun, annað mat verðmætanna hjá
þjóð, sem aldrei hefur þekkt frelsi né lýðræði, nema af takmarkaðri
afspurn. Launráð og pólitísk morð hafa öldum saman þótt jafn sjálf-
sögð tæki í valdastreitunni þar ogþau eru enn. Ýmsir keisarar áttu þátt
í því að drepa feður sína, syni eða önnur nánustu skyldmenni, og eng-
inn, sem hátt var kominn í valdastiganum, gat verið óhultur um líf sitt.
Sá zarinn, sem síðastur féll í valinn, Stalín, var því ekkert nýtt
fyrirbæri, enda hafði hann á síðari árum látið taka upp mikla dýrkun á
Pétri mikla og ívani grimma, sem meðal annars höfðu báðir unnið sér
það til ágætis að myrða syni sína. Það þarf því engum að koma á óvart,
þótt nú séu taldar fullar líkur á því, að í viðbót við öll önnur morð, sem
hann lét fremja, eða framdi sjálfur—svo sem morð konu sinnar— hafi
Stalín látið vin sinn Jagoda (sem hann síðar lógaði) drepa fyrirrennara
sinn Lenín á eitri. Þaðan af síður þarf nokkurn að furða á því að nú er sá
kvittur upp kominn, að núverandi valdhafar Sovétríkjanna hafi drepið
Stalín. Þetta eru aðeins leikreglurnar á þessum stað. Það er einnig í
fullu samræmi við rússneskar erfðavenjur, að Stalín hafi verið ramm-
geggjaður seinustu áratugi ævi sinnar. Sú veila var algeng hjá fyrir-
rennurum hans.
Stalín erfði einnig heimsveldishugsjónina frá fyrirrennurum sínum.
Hún er ekki nýtt fyrirbæri, eftir að kommúnistar komu til valda, en í
kommúnismanum fengu rússnesku heimsveldissinnarnir nýtt vopn og
nýja grímu. Úreltar hagfræðikenningar tveggja þýskra gyðinga, sem
lengst af störfuðu í London, og hugðu sig hafa fundið töframeðal til
þess að gera öreigana frjálsa og ríka, hafa verið gerðar að biblíu
Sovétríkjanna. Her af biblíuskýrendum situr yfir skræðum þeirra og
finnur þar ritningarstaði, sem með viðeigandi túlkun eiga að sanna, að
ævinlega hafi ráðamennirnir í Kreml rétt fyrir sér. Þetta á alveg jafnt
við, þótt þeir kúvendi á einni nóttu í mikilsverðustu málum. Þá er
fundin ný tilvitnun og allir eru jafn sælir í alviskunni, — nema einn og
einn ritskýranda-garmur, sem ekki hafði séð breytingu á stefnu hús-
bændanna fyrir, og er sendur til margra ára þrælkunar austur í Síberíu.
Skyldi þeim ekki bregða í brún blessuðum körlunum, Marx og Engels,
ef þeir kæmu til Rússlands í dag og sæju, hvernig hugarórar þeirra um
„alræði öreiganna“ eru orðnir að vopni til hinnar verstu kúgunar
örsmárrar klíku áöllum almenningi, sem nokkru sinni hafafarið sögur
af?“