Andvari - 01.01.1988, Page 30
28
JAKOBF. ÁSGEIRSSON
ANDVARI
skiptamálum — eins og tæpt hefur verið á í sambandi við utanrík-
isverslun ok-kar við Bretland á styrjaldarárunum og samninga við
mikilvægar viðskiptaþjóðir á meginlandi Evrópu áeftirstríðsárunum. í
skýrslu um „starfssvið“ sendiherra frá 1947 taldi Pétur það hina
„mestu villukenningu“ ef farið yrði „að greina á milli verslunarmál-
anna og annarra hagsmunamála þjóðarinnar við skipun sendimanna
erlendis. Þvert á móti,“ sagði hann, „ber að leggja áherslu á að finna á
hvern stað menn, sem treyst sé til að fylgja eftir öllum þeim málum,
sem landið varða á hverjum stað. Par eð utanríkisverslunin er aðal-
málið, og heldur áfram að vera það um fyrirsjáanlega framtíð, hlýtur
að verða haldið áfram að taka einmitt sérstakt tillit til þess við skipun
flestra sendiherra-embætta, til hvers mönnum sé treystandi í verslun-
armálum. Einnig hlýtur að verða lögð áhersla á að láta starfsmenn
ráðuneytisins fá þekkingu á verslunarmálunum. Hinir diplómatísku
erindrekar eiga að vera þannig valdir, að þeir geti annast verslunar-
málin jafnframt öðru. Hins vegar væri það víðast hvar illa ráðið af svo
litlu landi sem íslandi að skipa verslunarerindreka, því að þeir gætu
stöðu sinnar vegna ekki unnið að neinu gagni að öðrum hagsmunamál-
um landsins.“
Frá París ,,vísiteraði“ Pétur reglulega ,,annexíurnar“; einkum varð
honum tíðförult þangað sem við höfðum mestra viðskiptahagsmuna að
gæta, svo sem til Spánar, auk þess sem hann hélt uppi nánu síma-
sambandi við ræðismenn okkar þar, í Portúgal og á Ítalíu, en til þessara
landa seldum við obbann af saltfiskútflutningi okkar.
Starf Péturs innan Efnahagssamvinnustofnunarinnar var einnig fyrst
og fremst viðskiptalegs eðlis. í útvarpserindi á 10 ára afmæli OEEC
sagði Pétur:
„I fyrstu var það aðalverkefni stofnunarinnar að skipta efnahags-
aðstoð Bandaríkjamanna milli þátttökuríkjanna, en þessi aðstoð, sem
veitt var á árunum 1948-52, — Marshall-féð, — nam samtals meira en
13 milljörðum dollara. Bandaríkjamenn sögðu: Við viljum að sönnu
fylgjast með því, hvernig þessu fé er varið, en þið verðið að koma ykkur
saman um það sjálfir, hvernig þið skiptið því. Áheyrendur mínir geta
vafalaust gert sér í hugarlund, að það var ekkert smáræðis reiptog, sem
átti sér stað innan stofnunarinnar um skiptingu Marshall-fjárins, og að
margur þóttist eiga að fá meira fyrir snúð sinn en hann hlaut að lokum.
En öll árin tókst það samt að ná fullu samkomulagi um skiptinguna, því