Andvari - 01.01.1988, Qupperneq 32
30
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
ANDVARI
að eiga að fylgjast með því öllu. Einu sinni rétt í fyrstu man ég eftir, að
ég var boðaður á rösklega 30 fundi sama daginn. Þar sem nú eru nær 10
ár liðin, áræði ég að meðganga, að ég skrópaði á þeim flestum, enda
voru allt að 10 haldnir samtímis. Sumir ræðumenn gátu einnig orðið
nokkuð langorðir. Einu sinni þurfti ég að fara af ráðsfundi, meðan
góður vinur minn, mælskumaður mikill, var að tala. Ég skrapp til
Madrid, gekk frá verslunarsamningi við Spán, kom aftur til Parísar og á
ráðsfund. Viti menn. Var ekki vinur minn enn að halda ræðu. Ég hef
alltaf haldið því fram bæði við hann og aðra, að þetta hafi verið sama
rasðan, sem entist í viku eða hálfan mánuð.“
„Pað yrði of langt mál að rekja sögu þessarar stofnunar,“ sagðiPétur
á öðrum stað (1968): „læt ég nægja að geta þess að henni tókst furðu
vel að vinna í þeim anda sem til var stofnað í öndverðu, þótt komið gæti
fyrir að stundum kastaðist í kekki milli fulltrúanna. Henni tókst að
leysa það hlutverk sem henni var ætlað, — ár frá ári urðu viðskiptin
frjálsari, gjaldeyrishömlunum fækkaði, framleiðslan jókst, — við-
skiptakreppan sem kommúnistar höfðu svo ótrauðir boðað fór annað
hvort fyrir ofan garð eða neðan og sveikst um að velta efnahag Vest-
urlanda í rústir eins og henni bar þó skylda til samkvæmt helgiritunum.
.. . Það er þó ein hlið þessa máls sem mig langaði til þess að staldra
aðeins við. Hver var staða íslands í þessari stofnun? Máttu fulltrúar
hinna stærri landa vera að því að eyða tíma sínum í vandamál svo
fámenns aðilja sem ísland var og er?
Um hina almennu þátttöku okkar, skýrslugerð og athugun á því
hvort við tækjum á málunum eftir þeim reglum sem um var samið,
sættum við sömu meðferð og aðrir, kannski var þó all-oft farið nokkru
vægara að okkur vegna smæðar og annarra sérstakra aðstæðna, svo
sem þess hve mikið við eigum undir jafnkeypisviðskiptum við austan-
tjalds-löndin um sölu á sumum afurðum okkar. Smám saman urðum
við þó hlutgengir um aðild að hinum almennu reglum, og margt sem
hér hefur breyst til hins betra á þangað rót sína að rekja.
Ég tel það mikið lán að hafa átt þess kost, bæði erlendis og eins síðan
ég kom heim, að taka þátt í því að eyða nokkrum af biðröðunum, sem
eyddu tíma manna til verra en einskis og voru tákn um hina dauðu
köldu hönd sem haftastefnan lagði á allt athafnalíf í landinu. En þessi
vettvangur var okkur gagnlegur á fleiri sviðum.
Kynslóðir fara og kynslóðir koma, og það væri til mikils mælst að
hinar nýju kynslóðir myndu þá atburði sem gerðust áður en þær voru