Andvari - 01.01.1988, Page 36
34
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
ANDVARI
né óvirðulegra en að vera milliliðw. Raunar getur verið nógu erfitt að
skýrgreina það hugtak. Vel má spyrja, hvort bóndinn sem heyjar á
sumrin, sé ekki milliliður milli túngresisins og nautpeningsins, hvort
sjómaðurinn sé ekki milliliður — hinn fyrsti í langri keðju milliliða —
milli þorsksins í íslandsálum, sem er það áskapað að verða etinn, og
Rússans eða blámannsins, sem að lokum kemur þessu ætlunarverki
forsjónarinnar í framkvæmd í órafjarlægð. Hvers vegna heyjar kýrin
ekki sjálf til vetrarins, milliliðalaust? Lítið til fugla himinsins, hvorki sá
þeir né uppskera. Hvers vegna koma Rússinn og blámaðurinn ekki
sjálfir að sækja fisk í soðið á Selvogsbanka eða Halamiðum? Því er ekki
að neita, að tillögur hafa komið fram til umbóta í þessu efni. Við
minnumst þess, að í tíð Stalíns heitins var 10 þúsund smálesta rússneskt
fiskiskip tekið í landhelgi, einmitt ekki allfjarri Selvogsbanka. En
Stalín var nú eins og allir vita. Og að því er kúna snertir var mér nýlega
sagt, að Jóhannes Sveinsson Kjarval hefði í sambandi við 70 ára afmæli
Landsbankans borið fram merka umbótatillögu, sem þó hefur enn eigi
verið sinnt. Ef sögumaðurinn minn fór rétt með var tillagan á þá leið,
að á sumrin skyldi í stað heyskaparins rista torf af túni og engjum,
geyma það vandlega til vetrarins og láta þá kýrnar um að heyja sjálfar.
Milliliða/awÁ er þessi aðferð ekki, en þó töluvert nær markinu. Til eru
hótfyndnir menn, sem vilja ganga feti lengra og telja kúna óþarfan
millilið, við ættum öll að ganga í grasbítafélagið og ,,live happely ever
after“.
Nú má svara mér því, að þetta séu útúrsnúningar og hártoganir, og
ég skal fallast á það. Nauðsyn verkaskiptingarinnar viðurkenna allir, og
það verður að greina á milli þarfra og óþarfra milliliða.
Slátrarinn, sem sker hrúta á haustin, bílstjórinn, sem ekur úldnum
fiskúrgangi frá frystihúsi til mjölverksmiðju, skraddarinn og skóarinn,
allir hafa þeir beint samband við framleiðsluna og eiga því heimting á
virðingu samborgara sinna. Kaupfélagsstjóri og kaupmaður eru strax
vafasamari, en þó má setja þá á, ef þeir afgreiða sjálfir öðru hvoru. En
heildsalar og umboðssalar eru óalandi og óferjandi, nema náttúrlega
útlendir heildsalar og umboðssalar. Svona fer þetta stigversnandi,
þangað til komið er að hinum skýlausu milliliðum, mönnum, sem
aldrei framleiða nokkurn varning, vita varla, hvernig hann lítur út, því
að þeir sjá hann sjaldnast, nema þá rétt af tilviljun, en lifa samt á
framleiðslunni. Ég er að tala um okkur bankamennina. Þeir sem vilja