Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 36

Andvari - 01.01.1988, Page 36
34 JAKOB F. ÁSGEIRSSON ANDVARI né óvirðulegra en að vera milliliðw. Raunar getur verið nógu erfitt að skýrgreina það hugtak. Vel má spyrja, hvort bóndinn sem heyjar á sumrin, sé ekki milliliður milli túngresisins og nautpeningsins, hvort sjómaðurinn sé ekki milliliður — hinn fyrsti í langri keðju milliliða — milli þorsksins í íslandsálum, sem er það áskapað að verða etinn, og Rússans eða blámannsins, sem að lokum kemur þessu ætlunarverki forsjónarinnar í framkvæmd í órafjarlægð. Hvers vegna heyjar kýrin ekki sjálf til vetrarins, milliliðalaust? Lítið til fugla himinsins, hvorki sá þeir né uppskera. Hvers vegna koma Rússinn og blámaðurinn ekki sjálfir að sækja fisk í soðið á Selvogsbanka eða Halamiðum? Því er ekki að neita, að tillögur hafa komið fram til umbóta í þessu efni. Við minnumst þess, að í tíð Stalíns heitins var 10 þúsund smálesta rússneskt fiskiskip tekið í landhelgi, einmitt ekki allfjarri Selvogsbanka. En Stalín var nú eins og allir vita. Og að því er kúna snertir var mér nýlega sagt, að Jóhannes Sveinsson Kjarval hefði í sambandi við 70 ára afmæli Landsbankans borið fram merka umbótatillögu, sem þó hefur enn eigi verið sinnt. Ef sögumaðurinn minn fór rétt með var tillagan á þá leið, að á sumrin skyldi í stað heyskaparins rista torf af túni og engjum, geyma það vandlega til vetrarins og láta þá kýrnar um að heyja sjálfar. Milliliða/awÁ er þessi aðferð ekki, en þó töluvert nær markinu. Til eru hótfyndnir menn, sem vilja ganga feti lengra og telja kúna óþarfan millilið, við ættum öll að ganga í grasbítafélagið og ,,live happely ever after“. Nú má svara mér því, að þetta séu útúrsnúningar og hártoganir, og ég skal fallast á það. Nauðsyn verkaskiptingarinnar viðurkenna allir, og það verður að greina á milli þarfra og óþarfra milliliða. Slátrarinn, sem sker hrúta á haustin, bílstjórinn, sem ekur úldnum fiskúrgangi frá frystihúsi til mjölverksmiðju, skraddarinn og skóarinn, allir hafa þeir beint samband við framleiðsluna og eiga því heimting á virðingu samborgara sinna. Kaupfélagsstjóri og kaupmaður eru strax vafasamari, en þó má setja þá á, ef þeir afgreiða sjálfir öðru hvoru. En heildsalar og umboðssalar eru óalandi og óferjandi, nema náttúrlega útlendir heildsalar og umboðssalar. Svona fer þetta stigversnandi, þangað til komið er að hinum skýlausu milliliðum, mönnum, sem aldrei framleiða nokkurn varning, vita varla, hvernig hann lítur út, því að þeir sjá hann sjaldnast, nema þá rétt af tilviljun, en lifa samt á framleiðslunni. Ég er að tala um okkur bankamennina. Þeir sem vilja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.