Andvari - 01.01.1988, Síða 48
46
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
ANDVARI
sáttmálann held ég það sé. Það væri vitlaus maður, sem færi að eyða
tíma sínum í að kynna sér þetta, það verður að treysta embættismönn-
unum. Það er nóg að hafa einn mann í landinu eða tvo, sem skilja þetta,
mennina, sem eiga að framkvæma þessi atriði. Þetta er svo flókið og
skrifað á algeru dulmáli fyrir allan almenning, alla þá, sem ekki eru
sérmenntaðir akkúrat í þessum greinum. Svipað kemur oftar fyrir. En
einnig getur komið fyrir, að mikilsverðir lagabálkar fái kannski ekki
næga athugun, en tíma sé eytt í smærri viðfangsefni. Trúin á milli-
þinganefndir og sérfræðinga kemur þá í stað sjálfstæðrar athugunar.“
Um það hvort hugsjónir séu aðeins til á stefnuskrám flokkanna:
„Nei, nei, mikil lifandis ósköp, við erum öll að springa af hugsjónum.
Ég segi fyrir mitt leyti, að ég er allur fullur af hugsjónum. Það er bara
ekki móðins að tala um þær núna.“ Um hugsjónir ungra manna í
pólitík: „Ég skal nú segja yður eitt, að ungu mennirnir eru oft ekkert
feimnir með hugsjónirnar sínar. Ég man eftir einum ungum manni fyrir
nokkrum árum; kærastan hans vann á skrifstofu, og hann kom með það
áþinginu að samræma leturborð á ritvélum, svo að hún ruglaðist ekki,
þegar hún væri flutt á milli ritvéla. Þetta var að sjálfsögðu samþykkt.
Og einn núverandi þingmaður flytur frumvarp um það, að skikkaður
verði maður til að semja leikrit handa Þjóðleikhúsinu á hverju ári, ekki
alltaf sá sami, heldur nýr og nýr kaupamaður á hverju ári. Þetta kalla ég
hugsjónir.“
Um flokksuppeldi: „Nú, til hvers eru félög ungra manna í öllum
flokkum, ef ekki til þess að ala menn upp? Til hvers eru stjórnmála-
námskeið, ef ekki til að kenna mönnum og fræða þá um þessi efni? En
eins og þér vitið, er ég ekki kominn inn í pólitík gegnum slík félög
heldur aðra leið, og þess vegna er ég áhangandi þess, að það eigi að
taka menn með reynslu úr atvinnulífi o.s.frv. Hverjum þykir sinn fugl
fagur.“ — „Jú, jú, þeir mega það líka [klifra upp flokksstigann], það
þarf hvort tveggja, ég vil bara ekki hafa eintóma atvinnupólitíkusa.“
Um flokkshagsmuni og þjóðarhagsmuni: „Ja, á maður ekki að vera
svo velviljaður að álíta, að mismunandi skoðanir flokkanna stafi af
mismunandi áliti á því, hvað séu þjóðarhagsmunir?“
Um grundvöll fyrir nýjum „frjálslyndum“ flokki: „Þegar flokkur,
sem einu sinni hét íhaldsflokkur, hefur fyrir fjórum áratugum losað sig
við þann merkimiða og er orðinn svo frjálslyndur, að menn úr Alþýðu-
flokknum, sem einu sinni var rauður, kvarta stundum undan því, að
varla sé vinnandi með honum af þeim sökum, þá veit ég eiginlega ekki,