Andvari - 01.01.1988, Page 55
andvari
HARMLEIKJASKÁLD OG PRÉDIKARI
53
Guðmundur Kamban. Myndin er varðveitt í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.
um tíma Iesinn víða utan Danmerkur, einkum í Þýskalandi, þó að þennan þátt
í rithöfundarævi hans þyrfti sannarlega einnig að rannsaka til hlítar. í skiptum
hans við Dani, einkum danska menningarsamfélagið, virðist sem mjög hafi
gengið á ýmsu og að því hefur verið látið liggja að basl hans síðustu árin,
þegar hvorki íslendingar né Danir sýnast hafa kært sig um hann, hafi ekki að
litlu leyti stafað af rógburði. Guðmundur Kamban vann að sönnu ótvíræða
sigra, einkum með Höddu Pöddu, Oss morðingjum og síðar Skálholti, og
framan af þriðja áratugnum verður ekki annað séð en honum hafi gengið flest
1 haginn. En lánið reynist Kamban ætíð valt og á stundum hefur greinilega
háð honum að vera ekki tilbúinn til að kaupslaga með listræna sannfæringu
sína. Hann mun t.d. ekki hafa verið fús til að gera áMarmara, því leikriti sem
ugglaust stóð næst honum sjálfum, þær syttingar og breytingar, sem voru
settar sem skilyrði fyrir sviðsetningu þess. Marmari var heldur aldrei leikinn í
Danmörku og á íslandi ekki fyrr en að höfundinum látnum. Pað fór raunar
htlu betur fyrir sumum öðrum leikritum hans, sem þó komust á svið, eins og
Stjörnum öræfanna og Sendiherranum frá Júpíter sem gagnrýnendur eru
sagðir hafa hakkað í sig við frumsýninguna 1929, en eftir það dregur til muna
ur starfi Kambans í dönsku leikhúsi. Dapurlegast af öllu er þó kannski að
islensk leiklist skyldi ekki njóta krafta hans sem leikhúsmanns meir á þeim