Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 56

Andvari - 01.01.1988, Page 56
54 JÚN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI tíma þegar hún var að vinna sig upp úr áhugamennskunni. Hér skal ekki rifjuð upp rimma sú sem Kamban lenti í við Leikfélag Reykjavíkur, þegar hann kom hingað árið 1927 og til stóð að hann ynni að sviðssetningum á vegum félagsins. Þeim skiptum lauk með svo algerum sambandsslitum að leikrit eftir hann sást ekki eftir það á sviðinu í Iðnó fyrr en á jólum 1945, hálfu ári eftir að höfundurinn var allur. Um það verður ekki heldur deilt að sem leikskáld hefur hann ekki skipt íslenska leikmennt nærri eins miklu máli og Jóhann Sigurjónsson eða jafnvel Matthías Jochumsson með Skugga sínum. Óhjákvæmilegt er að spyrja þess hvað hafi helst valdið öllu því mótlæti sem Kamban átti við að stríða, en ljóslega kom þar fleira en eitt til. Að nokkru leyti er hætt við að skýringa sé að leita í skapferli hans sjálfs, því að hann var stoltur maður fyrir eigin hönd og listar sinnar, og gat brugðist hart við, þætti honum sér misboðið — sem gerðist víst oftar en einu sinni í lífi hans. En það er ekki heldur hægt að horfa framhjá þeim möguleika að á bak við a.m.k. suma þeirra árekstra og umbrota, sem setja svip á feril Kambans megi greina einhverja dýpri óánægju innra með honum sjálfum, óánægju sem stafaði af því að hann náði ekki jafn langt og hann ætlaði sér. Hann gerði til sín miklar kröfur, en var sem skáld mjög mistækur; hnökrar og gallar auðfundnir á mörgum verka hans og sum þeirra beinlínis andvana fædd. Haft hefur verið á orði að hann hafi verið heldur ófrumlegur höfundur, skáldeðlið ekki nógu frjótt, eins og Kristinn E. orðaði það. Þessa skoðun er ekki erfitt að styðja rökum: Kamban er yfirleitt alveg hefðbundinn í list sinni, fetar troðnar slóðir og styðst gjarnan við ákveðnar fyrirmyndir; þannig eru æskuverkin samin undir sterkum áhrifum frá Jóhanni Sigurjónssyni og síðrómantíkinni, síðar gengið í læri til meistara ádeilu- og umræðuleikritsins, sjálfsagt einkum Ibsens og Bernard Shaws. í athugunum sínum á skáldskap Kambans hefur Helga Kress einnig dregið saman ýmis dæmi sem virðast staðfesta þörf hans fyrir að ganga í smiðju til annarra skálda. En hér er að fleiru að hyggja og kannski dálítið hæpið að draga mjög eindregnar ályktanir af ytri líkindum einum saman; skáld geta verið bæði persónuleg og sjálfstæð, þó að þau stundi ekki á einhverjar formbyltingar. Það, sem mér finnst menn einkum ekki hafa metið sem skyldi við Guðmund Kamban, er hversu dramatísk gáfa hans er mikil, tilfinning hans næm fyrir því sem tjáð verður í þessu listformi. Að sönnu er erfitt að sanna slíka fullyrðingu með rökum eða dæmum, en þó ætla ég að leyfa mér að láta í Ijós þá skoðun að Kamban hafi að þessu leyti verið ofjarl Jóhanns Sigurjónssonar; að hann hafi verið af eðlisávísun meiri dramatíker en Jóhann — og þá að sjálfsögðu nokkur annar íslenskur leikritahöfundur. Með þessu er ég alls ekki að segja að ég telji jafnvel bestu verk Kambans viðlíka góðan og áhugaverðan skáld- skap og Fjalla-Eyvind, Galdra-Loft eða Lygarann. Ég held því hins vegar óhikað fram að þrátt fyrir mikla galla búi Hadda Padda yfir stórum kröftugra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.