Andvari - 01.01.1988, Page 67
andvari
„ÉG MINNIST ÞVÍNÆR DAG HVERN BERNSKU MINNAR“
65
vægðarlaus með köflum, svo sem á útmánuðum. En þegar fardagar nálguðust,
fann ég það innra með mér, hvað ég var orðinn samrýndur mörgu á Litla-Hálsi:
fuglum, gróðri og umfram allt lækjum, auk þess sem ég var kominn í góðan
kunningsskap við bræðurna á Stóra-Hálsi.
Jafnframt varð mér ljóst, að ég þurfti öngvu að kvíða. Ekki var langt að fara,
a að giska tuttugu mínútna gangur til Torfastaða. Væntanlegt sambýlisfólk var
okkur að nokkru kunnugt. Til að mynda hafði húsfreyjan heimsótt okkur
skömmu eftir að við höfðum flust að Litla-Hálsi. Hún var væn kona, góðgjörn
°g glaðvær, þrátt fyrir allstranga lífsbaráttu frá blautu barnsbeini. Slík var elju-
semi hennar, að þá sjaldan hún brá sér á næsta bæ, prjónaði hún á leiðinni.
Við vorum ekki fyrr komin að Torfastöðum í blíðskaparveðri en tekið var til
ospilltra málanna að hreiðra um sig í fjárhúsi, þar sem hafast skyldi við, meðan
verið væri að „auka skuldirnar“, koma upp nýjum bæjarhúsum í stað hættu-
legrakumbaldanna.
Ef mig rangminnir ekki var þurrviðrasamt um skeið, sólfar um daga og hæg
norðangola, en lygndi jafnan á miðaftni. í slíku tíðarfari var kvöldfegurð við
Alftavatn miklum töfrum slungin; og iðulega var svo hljóðbært í náttmálastill-
Unni, að niður fossanna þriggja í Soginu barst til okkar úr fjarska og boðaði
óbreytt veður. Bjartviðri!
5