Andvari - 01.01.1988, Page 73
ANDVARl
„ÉG MINNIST ÞVÍNÆR DAG HVERN BERNSKU MINNAR"
71
vildar og tryggðar. Hugur hennar mun löngum hafa verið á fósturjörðinni, enda
bar heimili þeirra vitni um mikla ræktarsemi við íslenska þjóðmenningu, og
jafnvel málfar þeirra hjóna hversdagslega var eins og áskorun um að virða ís-
lenska tungu.
Þegar ég kvaddi þau á aðfangadagskvöldi 1936, sögðu þau bæði við mig, að
ég skyldi verða heimagangur hjá þeim, ef ég hefði ekkert á móti því.
Síðar ámálgaði Ásta þetta við mig og kvaðst hafa verið að skoða ágætt her-
bergi steinsnar frá heimili þeirra; leigan væri mjög væg; og þá gæti ég líka
skroppið til þeirra í árbít og kvöldverð.
Jón og Ásta áttu þessvegna mestan þátt í því, að ég stóð ekki við tvo mánuði
í Danmörku, heldur sex. En ekki má ég gleyma því, að frænka mín ein kom
þarna við sögu, svo og dr. Ejnar Munksgaard bóka- og handritaútgefandi.
Hann stefndi mér til sín dag einn, spjallaði við mig góða stund og leysti mig út
með gjöfum.
Ekki hefði ég viljað missa af vorinu í Danmörku, sem var óvenju hlýtt og
fagurt.
Og enn bý ég að því að hafa hlustað lengi og vel á Jón Helgason og leitast við
það samkvæmt boði hans að svívirða ekki íslenska tungu.
Herdísarsaga
Pegar hér var komið sögu, er rithöfundarferill Ólafs Jóhanns hafinn og vikið að
því, hvortfyrstu árin hafi ekki verið erfið og tvísýn baráttuár:
Ja, það má vel vera, að minnsta kosti annað veifið. Enginn sleppur við erfið-
leika, sem stundum eru að einhverju leyti sjálfskaparvíti.
Reyndar get ég ekki borið á móti því, að árið 1938 var mér þungt í skauti,
einnig síðari hluti árs 1939 og fyrri hluti árs 1940. Á þessum tíma var mikið at-
vinnuleysi í Reykjavík.
En þrátt fyrir ýmiss konar örðugleika skrifaði ég þá allmargar smásögur, sem
birtust sumar í tímaritum og aðrar í vikublöðum, en komu síðar í smásagna-
söfnum mínum. Sögur þessar fóru framhjá mörgum áhrifamiklum lesendum,
sem þóttust vita viti sínu, en nokkrar þeirra hafa samt gert víðreist í þýðingum.
Mér var það mikill styrkur að eiga ávallt athvarf hjá foreldrum mínum, þegar
allt um þraut í Reykjavík.
Sveitin hefur átt rík ítök í þér.
Já, og slík ítök á hún enn. Ég er alinn upp í sveit, og uppruna sinn getur eng-
mn flúið án þess að bíða tjón á sálu sinni.
Fjallið og drauminn samdi ég að miklu leyti á síðkvöldum að lokinni vinnu
við prófarkalestur og handritalestur, ellegar við vélritun þýðingarhandrita, sem
fleygt var í mig, þar eð snilldarþýðandi hafðistundum unnið verk sitt drukkinn