Andvari - 01.01.1988, Síða 88
86
STEFÁN iiJARMAN
ANDVARI
ar, og kenndi organleik heima og hélt uppi söngflokk, og lét okkur börnin ætíð
syngja með frá unga aldri, svo músík varð strax mitt aðal-áhugamál. Erlendur
átti orgelhjall og var strax orðinn drukkinn í músík (og var alla ævi). Ég var
honum kannski heldur fremri í undirstöðutækni á orgelhjallinn í byrjun; hann
viðaði að sér, á mér óskiljanlegan hátt, alls konar nótnaforða klassískra verka,
sem ég hafði aldrei heyrt getið um, Bach og Hándel, þætti úr konsertum, sónöt-
um og óratóríum, já, létta „útdrætti“ úr óperum, og þetta vöktum við heilar
nætur við að brölta í gegnum og kynna okkur á orgelhjallinn. Já, það var
dýrðlegt, ógleymanlegt! F*á var það annað, að ég hafði frá bernskuárum, strax
og ég varð læs verið alæta á allt lesefni sem mér var tiltækt, komizt upp á, með
tilhjálp móður minnar, að klöngrast gegnum danska reyfara á tíu-ára aldri, og
lagt ofurlitla alúð við enskunám eftir að ég kom í Gagnfræðaskólann hér, en
trassaði svo til allar aðrar greinar, (að stærðfræði undanskilinni, því þar höfð-
um við afburða kennara, Porkel Þorkelsson, síðar veðurstofustjóra). Erlendur
hafði strax þá - víst algerlega í sjálfsnámi - komið sér dálítið niður í dönsku og
ensku, og nú gerði hann við mig þá samninga að fá að lesa með mér allt mála-
námsefni 4. bekkjar, en þetta þurfti að gerast í laumi og án annarra vitundar; og
það er skemmst frá að segja að þessum laumulega tungumálasamlestri (sérstak-
lega ensku og þýzku) héldum við áfram um langt árabil upp frá þessu, og tókum
jafnvel upp aftur upp úr 1932, er ég kom til landsins aftur eftir átta ára fjarveru;
hann var þá að vísu búinn að ná mér, og meira en það, með orðaforða, en átti
erfitt með framburð vegna tannleysis og nokkurs talgalla. - En strax þennan
fyrsta vetur (1912) tók hann, til endurgjalds, að draga í búið ýmsar merkilegar
útlendar bókmenntir, sem við stöfuðum okkur fram úr eftir mætti. Og alla tíð
upp frá því var hann einn helzti Mentor minn og ráðgjafi um bókmenntir, - það
var eins og góðar bækur drægjust ætíð að honum á dularfullan hátt, úr söfnum,
eða að láni, því sjálfur eignaðist hann aldrei umtalsvert bókasafn, ekki einu
sinni á seinni „velstandsárum“ sínum, enda hjálpuðust margir húsvinir hans að
að fá að láni bækur hans, og „gleyma“ að skila þeim. Hann hafði ekkert bóka-
safnarainstinkt, en las allra manna fastast er ég hef þekkt og geymdi í trúu
minni. Hann arfleiddi Halldór Laxness að því litla af kjörbókum er hann átti.
Já, þessi vetur 1912-13 var furðulegur tími! Erlendurvar þá annar af tveimur
bréfberum Reykjavíkur, ég fór oft með honum í útburð á frídögum, hann fór í
loftköstum, ég hef aldrei komizt í önnur eins víðavangshlaup! Og þótt við hefð-
um vakað við organtroðslur og aðra iðju ungann úr nóttunni áður, beit það ekk-
ert á hann ogsvona var hann alla ævi, þurfti aðeins fuglsblund. Það var eitthvað
annað með mig, ég var morgunsvæfur skratti, og skrópaði því mjög oft; þó
slampaðist ég einhvern veginn, mig minnir, sómasamlega, gegnum próf upp í 5.
bekk um vorið. En í einu orði sagt þá hundleiddist mér skólinn og skólalífið,
þetta var síðasta rektorsár Steingríms gamla, og hann var enn að burðast við að
kenna, og obbinn af kennaraliðinu voru gamlir og hálfdauðir fauskar; ég