Andvari - 01.01.1988, Síða 89
ANDVARI
BRÉF TIL LÁTINS VINAR MÍNS - MEÐ VIÐAUKA
87
undantek þó tvo, Böövar Kristjánsson, frænda minn úr Reykjahlíðarætt, er
kenndi okkur ensku, ungan og harðfrískan mann (sem því miður stytti sér víst
aldur fáum árum seinna), og Jón Ófeigsson, sem kenndi okkur dönsku og
þýzku, hann blátt áfram dáði ég, hann var þurr og strangur, en frábær kennari.
Af einhverjum undarlegum orsökum vingaðist hann við mig og bauð mér oft
heim til sín, hann var mikill músíkunnandi og átti úrvals grammófónplötusafn,
sem hann lék af örlæti fyrir mig, og þá ljómaði þessi þurri maður; liann átti
einnig margt af upplestrarplötum frægra manna á þýzkum kvæðum — ég geymi
ennþá í eyrum mér upplestur eins slíks á „Der Handschuh“ Schillers! — í góð-
um guðanna bænum, ég verð að fara að stytta þetta raus, það er að verða eins og
»Sagan um hrútinn“ eftir Mark Twain! Styttum, styttum! Jæja, eftir þennan
vetur tók ég þá ákvörðun að reyna að lesa 5. og 6. bekk utanskóla. Ég bjó bara
þennan eina vetur í Unuhúsi, en samband okkar Erlends rofnaði aldrei. Auk
þess hafði ég nú kynnzt mörgum háskólanemendum og öðrum intelligenzíum
bæj arins og hélt uppteknum hætti með músíkdýrkun og framhj álestri óviðkom-
andi bókmennta, og þess utan hafði ég nú komizt í kynni við nýjan félaga, sem
átti eftir að verða mér dýr um allt miðbik ævi minnar, en það var guðinn
Bacchus, hann kenndi blessað vínbannið okkur að dýrka, fyrst sem sport,
seinna sem falskan hátíðagjafa. Þegar kom fram í maí gerði ég mér ljóst að ég
hafði trassað lestur margra námsgreinanna, og var auk þess ekki einungis orð-