Andvari - 01.01.1988, Page 96
94
STEFÁN BJARMAN
ANDVARI
uð skýru Ijósi á aðdraganda þessarar þýðingar minnar, svo efmér endist erindið
þá held ég að ég pikki afrit affyrri hluta þessa eldgamla plaggs, og auki nauðsyn-
legum skýringum við, og leggi hér með. - En þetta verður á sérstöku blaði - nei,
mörgum blöðum -þvíþetta verður vísast langt mál, efég kem því í verk (aum-
ingja Sigfús, aðfá þennan yfirhelling!). “
Priðja bréfið í umslaginu frá Stefáni var stutt ogfjallaði mest um rússneskan
rithöfund, Gennady Fish, sem Stefán hafði hitt nokkru áður, mætur þær sem
Fish hafði á bók Hemingways og kynni hans viðþápersónu íFor Whom the Bell
Tolls sem Hemingway nefnir Karkov. Enn er þar minnst á þýðingu Stefáns á
leikriti Hemingways, The Fifth Column, en sú þýðing mun aldrei hafa verið
notuð.
Pýðing Stefáns Bjarmans á For Whom the Bell Tolls er vissulega mikið afrek,
hvort sem menn eru sammála aðferðum þýðandans í öllum greinum eða ekki.
Saga þýðingarinnar sem hér birtist ífyrsta skipti er lyginni líkust. Athugasemdir
Stefáns um þann vanda að þýða þessa skáldsögu Hemingways á íslenzku eru
harla fróðlegar. Hygg ég að þetta hvorttveggja réttlœti það að bréf Stefáns komi
nú „fyrir annarra augu“, þó að hann hafi ekki œtlazt til þess fyrir sextán árum.
Enn er það að frásögn Stefáns bætir nokkrum nýjum dráttum í Unuhús - og of-
vitafræði menningarsögunnar íslenzku. En á bak við þetta allt er falleg saga
vináttu.
Sigfús Daðason