Andvari - 01.01.1988, Page 99
ANDVARl
GLÓFJAÐRAÐUR HANl
97
ösku (Rose aus Asché). Þegar ég hafði flett einu textablaði, varð fyrir morg-
unljóð eftir Juan Ramón Jiménez. Ég kannaðist aðeins ógreinilega við það
frá lestri kversins fyrir löngu. En sjá: Þar sagði frá hana nokkrum! Ég hrökk
dálítið við, en spurði sjálfan mig síðan, hvort verið gæti að hinn glófjaðraði
hani minn væri héðan runninn, um leynistigu, þótt ég gerði mér ekki minnstu
grein fyrir því þegar línunum tveimur, sem fyrr voru ritaðar, laust niður í huga
mér? Ég neita því ekki að mig grunar það.
Morgunljóðið eftir Jiménez er vitaskuld mjög frábrugðið stuttri lýsingu
minni á vorkomu í norðurbyggðum íslands. Ég er ekki læs á spænska tungu,
en birti ljóðið hér samt að gamni mínu, þýtt samkvæmt þýzka textanum.
Höfundur hans er Erwin Walter Palm, mikill kunnáttumaður um skáldskap
spænskumælandi þjóða:
Berast yfir hafið
blóm dagskomunnar
— bylgja eftir bylgju
af hvítum liljum —.
Haninn brýzt fram
í lúðurhljóm sinn úr silfri.
. . . Ég segi við þig: í dag!
og við sál þinni snerti —.
Róslituð nekt þín
undir furutrjánum,
fcetur þínir í viðkvæmu
fullsprottnu grasi,
hár þitt, grænt
af votum stjörnum.
. . . Þú flýrð undan
og anzar mér: Á morgun! —
Haninn brýzt fram
í lúðurhljóm sinn úr loga,
og morgunroðinn í fyllingu,
syngjandi á skarlatshimni,
ber eld sinn
að mjúklátum trjágreinunum . . .
7