Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 102

Andvari - 01.01.1988, Page 102
100 DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR ANDVARI Dís staðhæfir að hún hafi ekki ætlað að ræna kerinu heldur ,,endurheimta“ það. Hún segist hafa sogast á yfirskilvitlegan hátt gegnum tíma og rúm, kölluð til fortíðarinnar til að lifa á ný örlög Gunnlaðar. Gunnlöð er að taka við embætti hofgyðju í trúarkerfi sem byggist á samræmi manns og náttúru, guðdómurinn er kvenlegur, gyðjan. Sem hof- gyðja verður Gunnlöð verndari hins heilaga kers gyðjunnar. Þegar nýr kon- ungur er vígður til embættis er honum gefinn drykkur lífsins úr kerinu og fyrsta embættisverk Gunnlaðar á að vera að vígja Óðin til konungs. Saga dótturinnar heldur áfram frá degi til dags og myndar fortíðarsvið í bókinni. Á nútímasviðinu öðlast móðirin reynslu sem er bæði andstæð og hliðstæð sögu Gunnlaðar. Sögurnar tvær mætast í kontrapunkti, í glæp Óðins á fortíðarsviðinu og Tjernóbýlslysinu á nútíðarsviðinu. Dönsk yfirvöld hafa frá upphafi tvenns konar skýringartilgátur varðandi sögu Dísar/Gunnlaðar: önnur er sú að stúlkan sé á vegum hryðjuverka- manna, hin er að hún sé geðveik. Að undirlagi móðurinnar verður síðari skýringin ofan á, Dís er dæmd óábyrg gerða sinna og svift sjálfræði — en í lok sögunnar taka málin óvænta stefnu og lokakaflinn kastar nýju ljósi á alla söguna. Tíminn er eins og hringur í greininni Tími kvenna ræðir Julia Kristeva um það hvernig menning Vest- urlanda hefur skilgreint tímann sem línu eða strik; tíminn er verkefni, fram- þróun, það er farið af stað, ferðast áfram, komist á leiðarenda. Þessi tíma- skynjun liggur líka til grundvallar skriftinni þar sem hvað rekur annað; frá stórum staf eftir línunum að punktinum þar sem ný ferð hefst frá hægri til vinstri o.s.frv. Með því að þessi tímaskynjun er byggð inn í skriftina og málkerfið stýrir hún líka hugsun okkar og hugmyndum um veruleikann. Hinn línulaga tími þjónar athafnasemi og aga og virkni svo að um munar. Svona tími nær tökum á fólki, stýrir því og á máli sálgreiningarinnar er talað um að fólk sé „haldið“ af hugmyndum á borð við þessa. Konur hafa upphaflega annars konar tímaskynjun, segir Julia Kristeva; annars vegar er tími hringsins, sem á upptök sín í taktfastri hringrás kvenlík- amans — hins vegar er tími eilífðarinnar, sem er eins konar nærvera allra tíma eða vissa um eitthvað sem ekki er lokið, eitthvað sem mun halda áfram og sú hugmynd endurspeglast meðal annars í goðsögnum allra menningarsamfé- laga um upprisu eða endurholdgun. Móðursjúk kona (eða karl) upplifir reynslu sína, minningar sínar, oftast sem hringlaga ferli eða vitneskju sem alltaf hefur verið til.3 Það að skilja tímann sem hringrás er eldra og upprunalegra og þannig var tímaskilningur hinna elstu akuryrkjusamfélaga jarðarinnar þar sem náttúran
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.