Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 108

Andvari - 01.01.1988, Side 108
106 DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR ANDVARI band barns og móður er rofið af þriðju stærðinni sem hún, eins og Freud, kallar „föður hinnar persónulegu forsögu“. Hvers konar fyrirbæri er „faðir hinnar persónulegu forsögu“ í sálarlífinu? Freud gerði ráð fyrir að hann væri sambland af frummóðurinni og föðurnum. Þessi stærð á allra fyrsta mótunarskeiði einstaklingsins er merkt föðurnum, fallosinum, til að undirstrika að sálarlífið er alltaf formað sem þríhyrningur. Kristeva tekur þetta upp og leggur áherslu á að það sé móðirin sem opni þessa leið fyrir barnið, móðirin lætur barnið skilja að það sé til eitthvað annað eða einhver annar sem hún þrái, sem hana vanti og þetta „eitthvað annað“ — er ekki barnið sjálft. Hin elskandi móðir er ekki sú sem elskar barnið fyrir sjálfa sig, vegna sjálfrar sín — heldur sú sem elskar barnið með öðrum og skapar þar með möguleikann á „föður hinnar persónulegu forsögu“ sem er fyrir barninu fyrsti möguleikinn á upphafningu, ást.12 Síðar verður „faðir hinnar persónulegu forsögu“ að óskamynd sjálfsins og Ioks að Reglu föðurins, tungumálinu, táknkerfinu, og þegar barnið er komið þangað er hinn endanlegi aðskilnaður við móðurina og yfirráðasvæði hennar orðinn. Málið er þannig viðurkenning þess að við erum ein, og getum aðeins táknað þrá okkar óbeint, gegnum eitthvað annað sem er málið. Og gegnum málið, sem byggir á aðskilnaðinum og táknar hann, skiljumst við að í sitt hvort kynið og játumst undir þann aðskilnað sem felst í dauðanum. í málinu getum við líka afneitað aðskilnaðnum með því að nota það sem vopn, kúga aðra undir okkur — eða við getum notað málið sem náðarmeðal, gjöf, í auðmýkt og þakkarskuld. Þegar móðirin í Gunnlaðar sögu getur viðurkennt aðskilnað sinn og barnsins, þegar hún er tilbúin til elska Dís á hennar forsendum verður henni ljóst í hverju svik hennar felast: Það var ég sem sveik. Ég vissi það allan tímann að Gunnlöð var saklaus . . . Samt trúði ég ekki minni eigin rödd og fór fram á það fyrst allra að dóttir mín yrði send í geðrannsókn. Því að rödd mín bjó í fjallinu þar sem landið reis hæst og því landi hafði ég sökkt þegar ég sveik Gunnlöðu. Talaði ekki máli hennar. Týndi niður máli hennar. (178-179) Frekar en að viðurkenna dóttur sína sem sjálfstæða mannveru drepur móðirin hana, afneitar henni sem vitsmunaveru með því að krefjast þess að hún verði dæmdgeðveik. Móðirin hafnar ljósu stúlkunni sína — af því að hún kunni ekki að elska hana og varð að drepa hana til að læra að það að eiga er ekki hið sama og það að elska. Þetta er harmleikur og svikin verða aldrei, aldrei tekin aftur — eða hvað? Hver skilgreinir það? Það er spurning um siðfræði, myndi einhver segja — en siðfræðin er ákvörðuð af samfélaginu, af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.