Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 111

Andvari - 01.01.1988, Side 111
ANDVARI „STABAT MATER DOI.OROSA" 109 Svikin Svik Óðins eru ekki fólgin í því að stela skáldamiðinum. Honum er gefinn mjöðurinn og mjöðinn er hægt að búa til aftur (ef maður kann uppskriftina). Glæpur Óðins og svik eru fólgin í því að eigna sér það sem hvorki er hægt að gefa né þiggja. Kerið er einstakt, ólýsanlegt, helgi þess er óskoruð. Pað er tákn — tákn táknanna í því kerfi sem Óðinn hefur svarið að vernda og viðhalda. Ef Gunnlaðar saga er lesin með sálgreiningu Lacans í huga er kerið kvenlegt tákn, tákn Iegsins, og í kerfi gyðjunnar er legið hið yfirskipaða tákn, tákn táknanna sem er fallosinn í hinni táknrænu reglu feðraveldisins. Með því að eiga persónulega þennan fallos getur Óðinn gert sjálfan sig að guði. Hann lofar hermönnum sínum eilífu lífi og sviftir þannig bæði dauðann og lífið merkingu sinni. Jörðinni er misþyrmt, vötn hennar og mýrar fyllast af líkum, fórnum til hergoðsins, móðirin þjáist og börn hennar líka — ekki síst Óðinn: Fram að þessu hafði hann látið sér nægja að seiða tii sín Urði, og þá lá hún sem dauð meðan hann neyddi hana til að segja sér örlög sín því að óttinn kvelur hann. Friðlaus er hann og treystir engum, tortrygginn og kvalinn óttast hann eiðbróður sinn sem mun rísa gegn honum og úlfinn sem mun gleypa hann og fullur ótta safnar hann dauðum í hersveitir sínar því að alltaf er spádómurinn hinn sami. Allt veit Urður. (187) Eiðrofin færa Óðni ekki aðeins völd heldur líka ótta og ofsóknarbrjálæði, hann er ,,haldinn“ af þeim dauða sem hann hefur afneitað. En Gunnlaðar saga er ekki ný saga um syndafallsgoðsögnina. Kerfi Óðins er vont — en var kerfi gyðjunnar gott? Lýsinguna á því fáum við frá Dís/ Gunnlöðu sem á fyrir höndum að verða einn af æðstu embættismönnum þessa trúarkerfis og hún efast ekki, aldrei, um ágæti þess. Hins vegar byggist vald gyðjunnar, eins og öll trúarbrögð, á eins konar samfélagslegu samþykki, eins konar sameiginlegri ákvörðun um siðfræðileg grundvallaratriði. Komi upp ágreiningur eða andstaða gegn kerfinu, snýst valdið alltaf til varnar sér og trúarkerfi gyðjunnar er engin undantekning þar á. Hótunin er byggð inn í kerfið: Ef þú (grefur eftir járninu) —þá mun ég (eyða þér og heiminum). Metnaður og þrá karlmannsins er skuggi í hinum bjarta heimi gyðjunnar. Gunnlöð veit ekki hvað það þýðir — en það gerir móðir hennar. í Gunnlaðar sögu er byggt upp á fortíðarsviðinu eins konar „lögmál móðurinnar“ sem táknræn regla, en það lögmál er ekki von eða framtíðarsýn bókarinnar. Stríð milli kynjanna getur hvorugt kynið unnið án þess að það leiði til tortímingar, Persónulega (Óðinn) og pólitískt (Gunnlöð). Þess vegna verður hið heilaga ker að fá nýtt tákngildi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.