Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 122

Andvari - 01.01.1988, Page 122
120 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI öfund, mútuþægni, ranglæti og sviksemi. Þótt kvæði Hjálmars eigi það sam- merkt með ýmsum kvæðum rómantískra skálda að þar sé lögð áhersla á að sýna hvernig öllu hefur hnignað er hæpið að tala um fornaldardýrkun hjá honum. Hjá honum hefur fornöldin sem slík ekkert gildi fyrir samtímann, eins og hjá rómantísku skáldunum, hvað þá að hún sé talin vitna um horfinn þjóðaranda, skoðuð sem glatað bernskuskeið mannkynsins eða notuð til að hvetja menn til dáða. „Ó, að feðra fjör í hjörtum brynni, / Fyndi þjóð vor nýan sigurhug,“ orti Steingrímur Thorsteinsson og benti á eftirdæmi forfeðr- anna fyrir samtímann.11 Hjálmar trúir því hins vegar að guð einn geti bætt úr því sem aflaga hefur farið: „vor guð oss vægðu, / því vond er nú tíðin“ (20). Erfiðleikarnir eru enda refsidómur guðs fyrir syndir mannanna. Þannig verð- ur kvæði hans fyrst og fremst skoðað sem kristileg siðaáminning. í þessu ljósi vekur það nokkra athygli hve Hjálmar leggur mikla áherslu á hermennsku forfeðranna. Fornaldarlýsing hans er að mestu einn blóði drif- inn bardagi í anda dróttkvæðaskáldanna, þar sem hefndin er talin til dygða en hugleysið fordæmt. Að þessu leyti greinist viðhorf Hjálmars til fornaldarinn- ar einnig frá viðhorfi rómantísku skáldanna sem mótaðist mjög af hugsjóna- kenndri hrifningu af þeim „sælunnar reit“ sem ísland fortíðarinnar var, „íþrótt og frægð“ forfeðranna sem „undu glaðir við sitt“. Slíka sýn ber hvergi fyrir Hjálmar. Hann er um of markaður af afstöðu rímnahefðarinnar að leggja megináherslu á það sem verulegum tíðindum sætir. Hjá honum felst hetjuskapurinn ekki í fögrum klæðum og skrautbúnum skipum heldur í líkamlegum hreystiverkum. Annað rómantískt einkenni sem Eysteinn nefnir er aðdáun á íslenskri náttúrufegurð. í þessu sambandi telur hann Hjálmar eiga það sammerkt með Bjarna Thorarensen að hrífast meir af hörku vetrarins en blíðu sumarsins. Ekki er laust við að þessi staðhæfing veki nokkra furðu þegar kvæði Hjálmars eru lesin. Út af fyrir sig er það rétt ályktað að Hjálmar sýni vetrinum meiri áhuga en sumrinu, ef til vill vegna þess að þá hefur hann haft bestan tíma til ljóðagerðar. En hrifning er þaö ekki. Þannig á hann það sameiginlegt með flestum alþýðuskáldum okkar og einnig mörgum skáldum upplýsingarinnar að líta á haustið og veturinn sem ímynd þeirra erfiðleika sem steðja að þjóðinni og valda hörmungum og hungursneyð. Þetta kemur til að mynda vel fram í kvæðinu „Vetur og sumar“, þar sem því er í upphafi lýst hvernig gæðasnauður veturinn sviptir burt sælu sumarsins og gerir allt fölt, jafnt menn sem grös. Og þegar á líður verður ömurleikinn allsráðandi: Soltin emja hrœin lirjáð, hungursfelli kvíða, holtin lemja, dvínar dáð, duna skellir hríða. (113)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.