Andvari - 01.01.1988, Page 127
matthías viðar sæmundsson
Menning og bylting
Um upphaf íslenskra nútímabókmennta að gefnu tilefni
Valdastofnanir hvers tíma breyta hagsmunum í lögmál og treysta í því efni á
orðræðu sem þekur veruleikann í huga fólks. Hún fellir saman orð og reynd,
dregur mörk hins mögulega, bindur hugsun og breytni manna. Felur í sér skoð-
anagrunn eða þekkingarhátt viðkomandi samfélags og gerir einstakar hug-
myndir mögulegar. Þessi orðræða birtist í skráðum og óskráðum lagabálkum
sem oft eru ómeðvitaðir fólki, ósýnilegir en þó alls staðar nálægir. í bókmennt-
um kemur hún til dæmis fram í sérstakri tegund málnotkunar þar sem óskyld
fyrirbæri eru tengd saman eins og um náttúruleg vensl sé að ræða en ekki
imynduð og hugmyndafræðileg. Slík orðræða réttlætir tiltekna menningargerð
— tilviljun verður að knýjandi nauðsyn, náttúrlegum sköpum.
Samfélag 19du aldar átti sér orðræðu af þessu tagi enda var menning þess á
margan hátt ofríkiskennd og einsleit. Strangar skorður voru reistar við öllum
frávikum, ekki síst á sviði trúmála og lífsskoðana. í nýlegri grein er þannig bent
á að lútherskur rétttrúnaður hafi haft ótrúlega mikil ítök hérlendis á 19du öld.
Hér varð engin trúarleg vakning fyrr en undir lok aldarinnar og guðfræðileg
umræða nánast engin þótt mikið rót væri á því sviði í Danmörku. Hafa íslend-
ingar þó varla haft minni áhuga á trúmálum en aðrir. Sett hefur verið fram sú til-
gáta að „sjálfstæðisbaráttan og þjóðfélagsgerðin hafi í sameiningu fram að
aldamótum lokað íslensku samfélagi og menningu fyrir nýjum trúarstraum-
um“'. Má það til sanns vegar færa. Hafa verður þó í huga að trúarleg gagnrýni
var fyrir hendi alla öldina þótt saga hennar hafi ekki verið skráð. Hún náði hins
vegar engri fótfestu sem menningarlegt afl fyrr en eftir 1880 með verkum Gests
Pálssonar, Þorsteins Erlingssonar, Páls Sigurðssonar, Jóns Helgasonar o. fl. Þá
fyrst tók að hrikta í stoðum rétttrúnaðarins svo um rnunaði.
Og buldi við brestur
Formföst tvíhyggja einkenndi viðhorf manna - siðfræði þeirra, pólitíska
hugsun, afstöðu til skáldskapar. Hin illa var tengt því sem stefndi menningar-
íogum stöðugleika í hættu á einhvern hátt. Jafnframt voru vald og þekking