Andvari - 01.01.1988, Page 130
128
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
ANDVARI
Tilurð „nútíma“ eða „nútímamanns“ í íslenskum bókmenntum verður ekki
bundin við ákveðið augnablik eða verk á þnðja tug þessarar aldar. Eins mætti
styðja það gildum rökum að fyrsta nútímaskáldið hafi verið drykkfelldur fjár-
hirðir að norðan á 19du öld. Að minnsta kosti er Kristján Fjallaskáld jafn rót-
tækur í fjarstæðuhugsun sinni og módernískir borgarbúar seinni tíma. Það
mætti jafnvel líta lengra aftur og rekja nútímann til kynjakvists á 17du öld.
Ekki var Æri-Tobbi síðri í absúrdítetinu en Fórbergur þótt hann fæddist á tíma
þegar þórbergska var álitin andleg veila en ekki gáfuleg vitleysa eins og síðar
varð.
Menningin er samsett og mótsagnakennt fyrirbæri. Oft verða til hugmyndir
gegn öllum líkum — framtíð glymur í djúpri fortíð, einn tími bergmálar annan,
orsök og afleiðing skipta um stöðu. Við slíkar aðstæður má snávís rökhyggja
sín lítils. Öngþveiti sögunnar brýtur af sér einföld andstæðukerfi.
Samfélag 19du aldar var fábreytt og öllum frávikum mætt með tortryggni eða
banni. Frátt fyrir einsleitnina áttu sér þó stað átök innan þess sem komu ekki
síst fram í skáldskapnum. Þetta samfélag var hefðbundið en ekki lamað og bjó
yfir ákveðnum hreyfanleika. Hugtakið hefð hefur og tvíræða merkingu Það
vísar til varanleika eða kyrrstöðu en um leið til ferlis sem stöðugt er og jafnt sé
til langs tíma litið. Þekking er tekin í arf og löguð að nýjum aðstæðum eða öllu
heldur — nýr tími er lagaður að eldri hugsunarhætti eða hugmyndakerfi. Slíkt
gerist ekki á vélrænan hátt. Hefð verður til og viðheldur sjálfri sér í stríði og
baráttu. Viðmið hennar flytjast á milli kynslóða með endurnýjun sem sjaldnast
er þrautalaus eða án erfiðis. Hefð er í því ljósi líf og hreyfing, andstæða kyrr-
stöðu og óhræranleika.
Slík var raunin um samfélag 19du aldar hér á landi. Óopinber andstaða var
fyrir hendi og fékk einkum útrás í skáldskap. Dulin og oft ómeðvituð um sjálfa
sig en til eigi að síður. Nýlega hefur því verið haldið fram að lútherskur rétt-
trúnaður hafi fest sig í sessi á 19du öld með rómantíkinni og íhaldssamri
kirkjustefnu9. Er þá horft fram hjá því að rómantíkin var ekki aðeins stjórn-
málastefna. Á 19du öld stefndi hún ákveðinni orðræðu gegn drottnandi hug-
myndum. Orðræðu sem byggðist á hugsunarhætti er seinna meir öðlaðist full-
gilda tjáningu innan nýs samhengis.
Tungumál trúarinnar lýsti heimi sem guð hafði skapað, skipulagi sem óháð
var mönnum. Það var í huga manna gagnsætt og áreiðanlegt — lýsing og vera
féllu saman. Sjálfið var og hluti ákveðins kerfis sem ekki varð í efa dregið og
studdist við sérstakan frumtexta, ritninguna, orðræðu veruleikans. í róman-
tískum skáldskap gætti andstæðrar hneigðar. í honum skapaðist oft mótsögn
milli lýsingar og veru. Mótsögn sem óhugsanleg var í orðræðu rétttrúnaðarins.
Innan hennar var maðurinn hluti af sköpunarverki, staða hans afleidd og ósjálf-
stæð. í henni var hann ekki annað en orð meðal orða. Skáldskapurinn dró slíka
skipan í efa: náttúra, mannleg vitund og guðleg rök greindust í sundur eða