Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 134

Andvari - 01.01.1988, Page 134
132 MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON ANDVARI samhengi sem mótaö hafði allar merkingardeildir og varð ekki rengt án alvar- legra afleiðinga: guðdómur maður náttúra^ Innan þessa kerfis tengist hið náttúrlega og guðlega í heimi mannsins sem þiggur kraft að ofan og neðan í senn. Örlög hans og mannlegs félags eru því háð að samhengi haldist. Öll þekking byggðist á þessari einingu: að heimurinn væri merkingarríkt samtak mótsagna. Einstakar merkingardeildir tengdust síðan saman innan stigveldis er studdist við yfirskilvitlega merkingu. Með nýjum tíma sundraðist kerfið frá víðasta fjarska til innstu marka. Við- teknar andstæður urðu ekki lengur studdar rökum og leystust upp eða breyttust í þversagnir. Skil brustu á milli góðs og ills, skynsemi og óskynsemi, siðgæðis og siðleysis. Á meðan Guð var og hét gæddi táknmið hans veröldina jákvæðri merkingu. Sú tíð var liðin. Hin einvalda raust hafði breyst í fjölda ósamhljóða radda. Hverjum og einum var í sjálfsvald sett hvort og þá hverja hann kysi. Ný táknmið urðu áberandi í bókmenntum, sjálfið og dauðinn, áður nánast bann- helg líkt og kynlífið. Þau fólu í sér tóm eða merkingarleysu, urðu ekki sett í rök- bundið samhengi og leiddu af sér hroll, örvæntingu án ákveðins tilefni. Svarta sýn. Þessi sundrun hafði sjaldnast í för með sér fullt niðurrif því að hefðbundinni merkingarmyndun var í sjálfu sér ekki hafnað. Menn vörpuðu áfram kenndum sínum á heiminn og gerðu þær að raunveruleika hans. Hugsuðu í andstæðum og sundurliðuðu það sem í raun og veru er ógreinanlegt. Heimurinn hlaut að hafa siðferðilega merkingu sem óbundin væri einstaklingnum; annað var óhugsan- legt. Heimurinn hélst við lýði sem samtak mótsagna en stigveldi þeirra hafði breyst og táknmið á sífelldu kviki milli andstæðra skauta. Sundrunin fólst eink- um í ýmiskonar kollsteypum innan táknkerfisins: umturnun eða afhelgun hefð- bundinna merkinga. Hinni hugsuðu orðræðu fyrri aldar var afneitað, textum hennar, því skrifaða og lokna. Engu að síður lifði hún áfram í hugsunarhætti nýrrar tíðar leynt og Ijóst. Árið 1900 orti Jóhann Sigurjónsson ljóð um góðan vin sinn sem látist hafði trúlaus. Þar segir meðal annars: Pað gleður mig eitt að þú gast ekki beygst, þú gast ekki kropið lágt; en þegar ég örvœnti um mannlegan mátt frá marki okkar beggja ég sveikst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.