Andvari - 01.01.1988, Page 134
132
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
ANDVARI
samhengi sem mótaö hafði allar merkingardeildir og varð ekki rengt án alvar-
legra afleiðinga:
guðdómur
maður
náttúra^
Innan þessa kerfis tengist hið náttúrlega og guðlega í heimi mannsins sem
þiggur kraft að ofan og neðan í senn. Örlög hans og mannlegs félags eru því háð
að samhengi haldist. Öll þekking byggðist á þessari einingu: að heimurinn væri
merkingarríkt samtak mótsagna. Einstakar merkingardeildir tengdust síðan
saman innan stigveldis er studdist við yfirskilvitlega merkingu.
Með nýjum tíma sundraðist kerfið frá víðasta fjarska til innstu marka. Við-
teknar andstæður urðu ekki lengur studdar rökum og leystust upp eða breyttust
í þversagnir. Skil brustu á milli góðs og ills, skynsemi og óskynsemi, siðgæðis og
siðleysis. Á meðan Guð var og hét gæddi táknmið hans veröldina jákvæðri
merkingu. Sú tíð var liðin. Hin einvalda raust hafði breyst í fjölda ósamhljóða
radda. Hverjum og einum var í sjálfsvald sett hvort og þá hverja hann kysi. Ný
táknmið urðu áberandi í bókmenntum, sjálfið og dauðinn, áður nánast bann-
helg líkt og kynlífið. Þau fólu í sér tóm eða merkingarleysu, urðu ekki sett í rök-
bundið samhengi og leiddu af sér hroll, örvæntingu án ákveðins tilefni. Svarta
sýn.
Þessi sundrun hafði sjaldnast í för með sér fullt niðurrif því að hefðbundinni
merkingarmyndun var í sjálfu sér ekki hafnað. Menn vörpuðu áfram kenndum
sínum á heiminn og gerðu þær að raunveruleika hans. Hugsuðu í andstæðum og
sundurliðuðu það sem í raun og veru er ógreinanlegt. Heimurinn hlaut að hafa
siðferðilega merkingu sem óbundin væri einstaklingnum; annað var óhugsan-
legt. Heimurinn hélst við lýði sem samtak mótsagna en stigveldi þeirra hafði
breyst og táknmið á sífelldu kviki milli andstæðra skauta. Sundrunin fólst eink-
um í ýmiskonar kollsteypum innan táknkerfisins: umturnun eða afhelgun hefð-
bundinna merkinga. Hinni hugsuðu orðræðu fyrri aldar var afneitað, textum
hennar, því skrifaða og lokna. Engu að síður lifði hún áfram í hugsunarhætti
nýrrar tíðar leynt og Ijóst.
Árið 1900 orti Jóhann Sigurjónsson ljóð um góðan vin sinn sem látist hafði
trúlaus. Þar segir meðal annars:
Pað gleður mig eitt að þú gast ekki beygst,
þú gast ekki kropið lágt;
en þegar ég örvœnti um mannlegan mátt
frá marki okkar beggja ég sveikst