Andvari - 01.01.1988, Page 141
ANDVARI
MENNING OG BYLTING
139
fyrir hendi og leitaði sér útrásar þrátt fyrir þrúgandi frásagnarhefð og menning-
arlega einsleitni. í þessum verkum birtist oft umsnúinn heimur sem ekki lýtur
neinum raunsæisreglum. Fáránleika og kallsi er stefnt gegn guðrækni og góðum
siðum jafnframt því sem endaskipti eru höfð á hinu líkamlega og andlega í lýs-
ingum búkrauna, freta og iðragóls. Farmurinn fær uppreisn í hlátri sem felur í
sér niðurrif, óvirðingu, afhelgun. Hið upplyfta og undirsetta skipta um sess.
Andi þessara verka minnir mjög á alþýðleg munnmæli sem síðar birtust á
bókum; kúgurum og stórbokkum er með grófgerðum hætti breytt í máttvana
fáráðlinga og með því sýnt að vald er breytingum háð og tímabundið.
Karnívalismi Þórbergs er tákn um menningarbyltingu af því að hann
blandaðist öðrum þáttum í tímanum. Hann var viðbragð við sama vanda og al-
vöruþrunginn ritháttur Gunnars Gunnarssonar. Viðbragð við fánýti og upp-
lausn, hruni merkingarheims. Ritháttur Fórbergs átti sér hins vegar aðdrag-
anda í „íslensku ritmáli“. Gott dæmi um það er Passíusálmur eftir Kristján
Fjallaskáld þar sem gys er gert að helgum dómum og heilögum Pétri. Tvö sein-
ustu erindin hljóða svo:
í görnunum ólga gaus og svall,
guðmóði fylltist Pétur karl,
til himna hófsig andi.
Sálma tuttugu saman tók,
en sóttin vall um dýrlings brók,
svo lyktin varð lítt þolandi.
Gárungar heimsins glottu þá
og guðsmanninum vikufrá,
er sínum var á setum.
En sálmahljómur söngvarans
frá sölum heimskum jarðarranns
sveif ofar fýlu’og fretum. 15
Inn í óguðfrœðilegt rými
Pókmenntum hins nýja tíma má skipta niður með ýmsum hætti í ljósi forma og
viðfangsefna. Hefur fátt eitt verið nefnt í þessari ritgerð. Segja má að frá alda-
mótum og fram um 1930 taki íslenskar bókmenntir nánast stakkaskiptum jafn-
framt því sem samfélagsgerð og andleg menning breytast. Tengsl við fortíðina
eru þó margháttuð, fyrirferð gamals og nýs með ýmsu móti, venslin oft þver-
sagnakennd. Tími breytinganna var og mishraður innan einstakra sviða og