Andvari - 01.01.1988, Page 150
148
LOFTUR CJUTTORMSSON
ANDVARI
Tafla 1. Fjöldi trúarlegra bóka á heimili skv. sálnaregistrum 6 prestakalla 1748-1763.
Heimilum (108) skipt eftir fjölda bóka.
Fjöldi bóka
0
1-4
5-9
10-14
15-19
> 20
Fjöldi heimila
%
2,8
15,8
42.6
29.6
8,3
0,9
Heimild: Um þessa töflu, sem og aðrar eftirfarandi, gildir að þær eru teknar úr ritgerð
minni, „Læsefærdighed og folkeuddanneIse“, sjá (í sömu röð og töflurnar
birtast hér) s. 160 (t. 8), 161 (t. 9), 138 (t. 1), 139 (t. 2).
Skv. töflu 1 hefur bókakostur flestra heimila í Skálholtsstifti um miðbik 18.
aldar legið á bilinu 5-9 en hátt í þriðja hvert heimili hefur þó talið 10-14
bækur. Athygli vekur að hlutur bóklausra heimila er hverfandi.
Út frá þessari flokkun má leiða í ljós hvaða tengsl voru milli bókaeignar
heimila og lestrarkunnáttu heimilisfólks.38 Niðurstöður eru sýndar í töflu 2.
Tafla 2. Fjöldi ólœsra og líttlœsra meðal heimilisfólks (fjölskyldakjarna og œttingja), 15
ára og eldra, eftir fjölda bóka á heimili skv. sálnaregistrum 6 prestakalla 1748-1763.
Fjöldi bóka Fjöldi ólæsra og
á heimili lítt lœsra
%
0 100,0
1-4 63,1
5-9 46,2
10-14 26,0
15-19 22,2
> 20 0
Ljóst er að því færri bækur sem voru á heimilinu þeim mun fleiri fjöl-
skyldumeðlimir hafa verið ólæsir eða aðeins stautandi. Hér kemur fram
m.ö.o. bein jákvæð fylgni milli bókakosts heimilanna og lestrarkunnáttu
heimilisfólks. Ætla má að svipaðrar fylgni hafi gætt fyrr á tíð, á 17. öld; og að
svo miklu leyti sem þessi forsenda stenst verður ályktað að útbreiðsla læsis, í
þeim skilningi sem hér er lagður í hugtakið, hafi haldist í hendur við bók-
væðingu íslenskra heimila.
Til þess að fá þó ekki væri nema grófa mynd af bókvæðingunni er sigldi í
kjölfar siðbreytingarinnar, sótti ég fyrst vitneskju í sálnaregistrin um hvaða
flokkar trúarlegra rita voru útbreiddastir um miðbik 18. aldar, svo og hvaða