Andvari - 01.01.1988, Síða 158
156
HJÖRTUR PÁLSSON
ANDVARI
Þótt ísland sé hvergi nefnt á nafn í þeirri bók, má þegar greina þar nokkra
gildustu þættina í ljóðagerð hans upp frá því.
Ást hans á landi og þjóð leynir sér ekki. Petta tvennt var honum eitt, og
hann var bundinn því óvenju sterkum og viðkvæmum böndum. Með tölu-
verðum rétti má segja, að Bí, bí og blaka hafi verið ástaróður til íslands, sögu
þess, arfleifðar og fólksins, sem byggir landið. Síðar varð samúðin með
alþýðu manna og baráttan fyrir rétti hennar til betra og þroskavænlegra lífs
ein sterkasta driffjöðrin í skáldskap hans, en þegar í fyrstu bók hans gaf
virðingin fyrir þolgæði hennar, kjarki og mannúðlegri lífstrú kvæðinu Gömlu
konunni líf og lit. Minningarnar frá æskuárum og tryggðin við átthagana, fólk
þeirra og fénað, hurfu honum aldrei úr huga, hvorki á mölinni í Reykjavík né
úti í skógi austur í Kína. Gleði hans og starfsþrá, sem er uppistaða kvæðisins
Að starfi, mætir okkur síðar hvað eftir annað í draumnum um ísland framtíð-
arinnar, fyrirmyndarríki komandi kynslóða. Pegar Jóhannes gerðist reikull í
trúnni á hinn „gamla kirkjunnar guð“ og biblíutrúin og forfeðraskrumið
fullnægði honum ekki lengur, snerist tilbeiðsluhneigð hans og lofgerðarþrá
upp í trú á manninn og möguleika hans. Loks má minna á, að Jóhannes sýndi
það aldrei betur en þegar skáldferill hans var meira en hálfnaður, hve djúpum
rótum bókmenntaarfur íslendinga, fornrit, þjóðtrú og þjóðkvæði, stóð í
vitund hans, þótt hann sækti sér þangað yrkisefni þegar í fyrstu bók sinni og
Háttalykill hans, rímnahættirnir, sem hann lék sér stundum að, og tryggð hans
við hefðbundið ljóðform, meðan honum þótti það veita sér nægilegt svigrúm
til tjáningar, bæru þessu einnig glöggt vitni.
Enginn má láta það villa sér sýn, að þótt Jóhannes væri fast bundinn
átthögum sínum, voru ljóð hans um þá auðvitað jafnframt ættjarðarljóð.
Dalirnir urðu honum aðeins Hliðskjálf, þar sem hann settist og sá „vítt of
veröld alla“; hann skynjaði umhverfi sitt og umheiminn allan í ljósi þeirrar
reynslu, sem honum var nákomnust.
Pað var bjart yfir fyrstu ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum, svo bjart, að
lesandinn kann jafnvel að sakna skugganna. Sú mynd íslands, sem þar er
brugðið upp fyrir sjónum hans, er af ríki friðar og draums, þar sem saklaus og
bjartsýn þjóð lifir í fullkominni sátt við sjálfa sig og höfund tilverunnar og
þráir það eitt að mega una glöð við sitt, meðan heimur stendur.
í kvæðinu Jónsmessunótt í annarri bók Jóhannesar opnast skáldinu „ríki
hins íslenzka máttar“. Það stendur agndofa frammi fyrir dýrð og fegurð
Jónsmessunæturinnar og andvarpar:
Ó, hve sjáandans tunga er máttvana og snauð,
þegar allt, sem er bezt, lætur fallast í faðma
og fylgir þeim lögum, sem Drottinn bauð!