Andvari - 01.01.1988, Page 160
158
HJÖRTUR l'ÁLSSON
ANDVARI
næmri og ferskri skynjun, myndvísi, máltöfrum og líkingum eða öðrum
eigindum, og.maðurinn virðist ekki eiga þar öðru hlutverki að gegna en að
ganga ljóðinu á hönd og skynja þá sýn, sem það birtir.
Dæmi slíkra Ijóða er að finna hjá Jóhannesi úr Kötlum, en eitt megin-
einkenni þeirra er þó það, að maðurinn er þar yfirleitt alltaf nálægur og
gengur þar fram fyrir skjöldu. Hlutskipti hans og barátta, vonbrigði, draumar
og framtíðarsýnir, eru sjálft hreyfiafl þeirra og kveikja ásamt landinu, sem er
eign hans og óðal, sem honum ber skylda til að varðveita og bæta, svo að það
verði betra og verðugra leiksvið þess framtíðarþjóðfélags, sem hann sér í
hillingum.
Land sitt og þjóð sér Jóhannes jafnan hvort í annars ljósi. Náttúra íslands
er tákn landsins, baksvið og vettvangur þeirrar baráttu, sem þjóðin heyr fyrir
tilveru sinni og verður um leið tákn hennar. En náttúran ein ber sjaldnast
gildi sitt í sjálfri sér; það öðlast hún í Ijóðunum fyrir tilverknað mannsins, sem
gæðir hana lífi og lit, og sýn Jóhannesar úr Kötlum til íslands mótast af
framvindu baráttunnar. Það er sem birtu bregði á landið, þegar vel horfir, en
skuggarnir lengist og dökkni, þegar syrtir í álinn.
Enginn fær þó skynjað ísland til fulls nema sá, sem þar er borinn og
barnfæddur. Fyrir hann hefur náttúra þess sérstakt gildi, sem hann má aldrei
missa sjónar á. Tengsl lands og þjóðar, sem Jóhannes var sífellt að lýsa, eru
eins og böndin milli sonar og móður. Þó að oft hafi verið gripið til þeirrar
líkingar, er óvíst, að hún eigi í annan tíma meiri rétt á sér en þegar ljóð hans
ber á góma. Hann skynjaði landið og náttúru þess af svo heitri viðkvæmni og
Iifði svo sterkt með þjóð sinni fyrr og síðar, að landið verður í skáldskap hans
að lifandi veru, sem heyrir, sér og finnur til. Þess sér víða stað í ljóðum hans,
en glöggt dæmi er að finna í kvæðinu Pegar landið fær mál, sem birtist í sjötta
ljóðasafni hans. Þar lýsir hann því, hvernig ísland verður ,,ein hvíslandi
rödd“, sem stækkar í volduga sýn, áminnir barn sitt, sem grætur sín erfiðu
svör, minnir það á uppruna þess og spyr:
Æ, hví sérðu ei, mitt barn, það hið sígilda pund,
er ég sál þinni í vögguna gaf:
þennan öfluga foss, þessa ilmandi grund,
þetta auðuga, ljósbláa haf?
Eru ei gæði mín nóg, ef þér giftan er léð
til að greina þau, skipta þeim rétt?
Víst er saklaust mitt blóð, og þó sit ég hér með
þessa synd: hina kúguðu stétt.
Hvað er sólskinið mitt, hvað er söngfuglinn minn,
hvað er sumarsins fegursta skart,
hvað er vatnanna glit, hvað er víðigræn kinn,
hvað er vornótt með glóhárið bjart,