Andvari - 01.01.1988, Side 161
andvari
„LAND MÍNS FÖÐUR“
159
hvað er ómgöfug lind, hvað er upphafið fjall,
hvað er angan mín, tíbrá og þeyr,
ef í gegnum það allt heyrist örmagna kall
þess, sem út af í skugganum deyr?
Rödd landsins fordæmir þá heimsku, að vinnufús þjóð skuli snúast iðjulaus
kringum verkefnin, meðan skorturinn vex og feigðin brýst inn í sálirnar, og
afneitar þeim börnum sínum, sem knýja veikari bróður á hjarn og vilja gína
ein yfir auði síns lands. Og þegar hún felur syni sínum hag sinn og segir:
Pú ert maður of stór, þú ert maður of dýr,
til að minnka við afslátt og svik!
vex honum ásmegin, hann rís hljóður og sæll upp úr rústum fallinnar borgar,
leggur hornstein að annarri og brýnir landa sína alla til að slá skjaldborg um
réttlætið. Það má gjarnan taka þetta volduga kvæði sem dæmi margra ann-
arra úr skáldskap Jóhannesar, þar sem glöggt kemur fram sá skilningur hans,
að gildi íslands fyrir íslendinga sé ekki síst fólgið í þeirri eggjun og hvatningu,
sem af því leiðir að eiga svo dýrlegt land. Fegurð náttúrunnar og tign verður
þjóðinni táknrænn vegvísir og leiðarstjarna í stríði dægranna, hugdeigum
brýning og hrjáðum styrkur.
Það getur í fljótu bragði virst þversagnakennt, að maður, sem gerðist
jafneindreginn sósíalisti og Jóhannes, skyldi verða það ættjarðarskáld, jafn-
vel átthagaskáld, sem raun ber vitni, og ljóð hans flest bundin einu landi,
einni þjóð. Raunar orti hann ófá kvæði um samtímaviðburði erlendis og
samúð hans var engan veginn staðbundin. En hins ber að minnast, að þrátt
fyrir alþjóðahyggjuna var þjóðerniskenndin mjög gildur þáttur í baráttu
þeirrar kynslóðar sósíalista, sem hann tilheyrði. Þeim var ljóst, að hver
verður að rækta sinn garð, þann reit, sem hann er bundinn óslítandi böndum,
°g í ljóðum hans er ísland aðeins tákn jarðarinnar allrar og barátta lands-
manna samofin baráttu mannkynsins fyrir brauði og rétti. En hvers virði það
var Jóhannesi sem skáldi að eignast þá sannfæringu, sem hann barðist fyrir til
æviloka, sést skýrt af samanburði tveggja fyrstu ljóðasafna hans og þeirra,
sem á eftir komu. Fyrstu bókunum má líkja við landslagsmálverk í björtum
og daufum litum, en þegar maðurinn er kominn í forgrunninn og baráttu- og
ádeiluljóðin koma til sögunnar, þrungin sársauka og samkennd skáldsins, fær
myndin nýja vídd, hlutföllin breytast, andstæðurnar kallast á, og línur og litir
dökkna og skýrast og ljá henni kraft og tign.
Þeir, sem af skyndingu vilja ganga úr skugga um sannleiksgildi þessara
°rða, geta borið saman Hátíðarljóð 1930 og íslendingaljóð 17. júní 1944.
Hið fyrra er langur bálkur, ortur vegna Alþingishátíðarinnar, þar sem les-
andanum finnst mælskan a.m.k. sums staðar verða að innantómri mælgi, en