Andvari - 01.01.1988, Síða 167
ANDVARI
„LAND MÍNS FÖÐUR“
165
í Afmœliskvœði, sem Jóhannes yrkir á 20 áraafmæli tímaritsins Réttar,
hvetur hann alla til þess að láta óljósan fegurðardraum skáldanna rætast og
halda á loft merki þeirra, sem stofnuðu ritið og skildu
að fólkið varð sjálft að leyfa sér landið
og lifa með samhjálp þess gæðum á,
að þá yrði brauðstritið leikur léttur
og listin og menningin allra réttur.
Hugsunin er sú, að meðan „réttur mannsins til lífsgæða landsins“ sé fyrir
borð borinn, sé ísland í álögum. Þegar þeim álögum hefur verið hrundið, sér
skáldið í draumi sínum vor um veröld alla og grípur undir eins til líkingarinnar
við land í sumarskrúði:
Grát þú ei, barn mitt! Bráðum kemur vorið
með blóm og fuglakvak.
Pá leiði ég þig til sumarlandsins sæla,
við söng og vængjablak.
Pá sérðu engi, akra og græna skóga
í öðru ljósi en nú
og spyrð: Ó, hver á þessar sólskinssveitir?
Og svar mitt verður: Þú!
Þannig verður niðurstaða hvers ljóðsins á fætur öðru bjartsýni og vonglöð
trú á sigur lífs og friðar, þrátt fyrir myrkur stríðs og kúgunar, og skáldið brýnir
þjóð sína að láta ekki deigan síga, heldur leysa kóngsdótturina úr álögum.
IV
Þegar sjöunda ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum, Eilífðar smáblóm, kom út
1940 — á öðru ári síðari heimsstyrjaldarinnar, varð auðsæ breyting á skáld-
skap hans. Hann hafði að vísu ekki tekið neinum sinnaskiptum, en í bókinni
gætir greinilegrar áherslubreytingar, sem beinast liggur við að rekja til
stríðsins og kvíða og vonbrigða skáldsins.
Kvæðin flest eru nú allt í einu orðin mun styttri en áður. Mörg þeirra eru
kennda- og náttúruljóð; það ber minna á „epískum“ svip, en meira álýrik, og
skáldið yrkir nú um hin eilífu smáblóm lands og þjóðar af djúpri tilfinningu. í
skugga dauða og tortímingar verða náttúran og landið og allt, sem grær við
brjóst þess: blóm, grös, dýr og menn og málið, sem þeir tala, haldreipi
Jóhannesar. Þetta eru íslands þúsund ár, sem hann sér fyrir sér sem lífræna og
osundranlega heild, svo að bókin öll má heita hyllingaróður til íslands. En sá