Andvari - 01.01.1988, Page 173
ANDVARI
„LAND MÍNS FÖÐUR“
171
hraunkerlingu á heimsmarkaðnum og slegna kúrekanum fyrir fimmtíu mill-
jónir dollara, en Ægi konung gamla sjóræningjanum í umboði hátignarinnar
fyrir þúsund fallbyssukúlur. Á meðan kveikja íslendingar sér í vindlingi og fá
sér í staupinu, en konungurinn og drottningin dást að myndarskap barnanna
sinna!
Viðreisnin er í fullum gangi á ísa köldu landi. f*ar hafa menn hausavíxl á
flestu. Faðir, sonur og heilagur andi hafa þokað um set fyrir nýrri þrenningu:
Atlantshafsbandalaginu, Bandaríkjaher og Efnahagsbandalaginu, og hug-
sjónir og félagsleg samábyrgð hafa fallið í verði við breytta heimsmynd og
nýtt gildismat á flestum sviðum:
félagar
eitt sinn hrópuðum vér
öreigar allra landa sameinizt
nú sogumst vér inn í allsnægtaþriðjunginn
sem liggur á meltunni eins og kyrkislanga
meðan hinir tveir þriðjungarnir svelta
og hvílíkar allsnægtir
happdrættisíbúð og happdrættisbíll
kæliskápur aligæs rínarvín
sjónvarpstæki
sem flytur oss kraftbirtingu svindilsins
rafeindaheili
sem gerir skynfæri vor að niðursetningum
eldflaug
sem þeytir oss út í tómið . . .
Svipað uppgjör Jóhannesar við fortíð og samtíð og úttekt á þjóðlífi ís-
lendinga og menningu hin síðari sjálfgleymisár heldur áfram í Óðnum um oss
og börn vor og Tíðabrigðum í Nýjum og niðum (1970).
Engin bók Jóhannesar önnur minnir jafnmikið á Eilífðar smáblóm og
Tregaslagur (1964). Nú hverfur hann aftur ávitþeirra, hljóður oghógvær, og
leitar Iífstrega sínum svölunar undir verndarvæng lands og náttúru.
Ilmur er til vitnis um, hvert skáldið sækir lífsmagn sitt og von:
Aldrei má ég svo töðunnar minnast
að sál mín fari ekki að velta sér
í brukþurrum flekkjunum heima
og um leið kemur alsælan í nefið á mér.
Ellegar þá kaffið og pönnukökurnar
undir gleðiskrjáfandi bólstrinum:
veit nokkur meira velferðarríki?
Innlifun Jóhannesar og sterk tengsl við landið njóta sín vel í Ijóðunum
Landslag og Mín vitund, en e.t.v. hvergi betur en í Blóðbergi. Þar er mikil og