Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Síða 175

Andvari - 01.01.1988, Síða 175
ANDVARI „LANDMÍNSFÖÐUR" 173 berst ákallið til eyrna í söng náttúrunnar: vængjaþyt fugla og bláklukkum, sem hringja í röddum forfeðranna, og kemur hér enn einu sinni í ljós, að þegar mest liggur við, er landið heilagt tákn í augum Jóhannesar og rödd þess svo hrein, að honum finnst, að hver óspilltur íslendingur hljóti að hlýða henni skilyrðislaust. Efi og þjáning, sem víða birtast í síðustu ljóðum Jóhannesar, hafa þó síður en svo svæft hinn forna baráttuvilja hans, sem blossar upp í landvarnarskyni í Herhvöt og Dagmálum. Þar ávarpar hann sveitunga sína, Laxdæli, og hvetur þá til að berjast altygjaða í úrslitagný Mannstjörnunnar, bægja hverjum skaðvaldi frá garði og gera hreint fyrir öllum dyrum. Engum trúir hann betur en fólkinu í átthögum sínum, þegar mikils þarf við. Hjá því vill hann vera, og Dölunum er hamingjudraumur hans bundinn, eins og fallega er lýst í Fjöl- skyldunni. Þegar tvö risavaxin finngálkn, kennd við Atlantshaf og Varsjá, hafa skipt smælingjunum á milli sín og þeir titra ósjálfbjarga í lausu Iofti milli steins og sleggju, flýja þeir heim og fela sig í dölum sínum og fjöllum. Aðeins þar var Jóhannes úr Kötlum alsæll og alfrjáls, og dulkynjuðu sambandi sínu við landið og goðmögn þess hefur hann líklega aldrei lýst af meiri myndugleik og dýpri tilfinningu en í ljóðunum Endur fyrir löngu, Einfara og ljóðunum fjórum í Inn millifjallanna, sem óbyggðirnar og öræfin lögðu honum á tungu. En í mannabyggð varð útsýnið stundum svo mikið, að hann neyddist til að loka augunum. Hann hafði stigið á rauða klæðið með ástinni sinni og svifið yfir heimsbyggðina, þar sem svo sárt er grátið og grimmilega barist, en komist að þeirri niðurstöðu, að heima væri best og lífið fyrir vestan, þar sem draum- lyndu sveitapiltarnir voru að dunda við listina sína, einnig lífið hans, eins og sést í fjórðu hugvekju úr Dölum: Og við svífum aftur heim í dalinn og lendum í náhlíðinni. Göngum heim á prestsetrið, þar sem hann matti litli er smali hjá honum frænda sínum, afa hans muggs litla. Og strákalingarnir koma út á hlaðið til þess að fagna gestum: matti með alla þjóðina í fanginu og muggur með tröllkarla og prinsessur í halarófu á eftir sér. Og þarna kemur kolstaðamundi með steinana sína og járnin og fer að sýna okkur hvernig hann býr til allskonar verur sem hann gæðir risavöxnu lífi. Og eins og hendi sé veifað tekst allur Þykkviskógur á loft af saklausri kátínu — það er eins og laufin og fuglarnir og lækirnir hverfist í samstilltum dansi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.