Andvari - 01.01.1988, Page 176
174
HJÖRTUR PÁLSSON
ANDVARl
Assessorinn á fullt í fangi með að forða kálfskinn-
unum sínum frá ótímabæru hnjaski.
Séra Guðmundur fær sér brosandi í nefið — tekur síðan
að syngja: í þínum, herra, helgidóm vér
hefjum upp vorn bænarróm; heyr hann af
hæstri mildi.
VII
Hið fagra land hvarf Jóhannesi aldrei úr huga; til þess orti hann lofsöngva og
bænir af svo djúpri innlifun til hinstu stundar, að þrá hans til samruna við sál
þess og fegurð er í ætt við drauminn um að deyja inn í fjöllin og krefjast
einskis framar. En í öllum kveðskap Jóhannesar stendur maðurinn sjálfur í
forgrunni, eins og hann lýsir sjálfur í þessum orðum, því að land er ekkert án
þjóðar:
Það hefur löngum verið árátta mín að yrkja lofsöngva. Ég hef ort lofsöngva um guð
almáttugan, móður náttúru, land míns föður. Ég hef ort lofsöngva um átthagana og
moldina, fjöll og dali, ár og vötn. Ég hef ort lofsöngva um fuglana og blómin, hestinn og
kúna, hundinn og köttinn, laxinn og hornsílið. Ég hef jafnvel ort lofsöngva um músina
og mosann. En fyrst og síðast hef ég þó ort Iofsöngva um fólk . . .
(Vinaspegill, bls. 46)
Ég veit ekki nákvæmlega, hverjar hafa verið trúarhugmyndir Jóhannesar
úr Kötlum, þegar leið á ævi. Við skulum líka láta liggja milli hluta, hvaða
merkingu orðið „guð“, sem hann brá ósjaldan fyrir sig, hefur haft í munni
hans. Hitt er víst, að hann bar svo djúpa lotningu fyrir landi sínu og fegurð
þess, að minnir á virðingu trúaðs manns fyrir ytri táknum trúar sinnar, og lifði
í og með þjóð sinni líkt og einlægur trúmaður tilbiður guð sinn. Hvað sem upp
sneri og niður á veröldinni, stóð landið á verði um börn sín, hafið yfir allt
annað, og þjóðin fann, að hún var hluti af því, eins og Jóhannes kvað 1944:
Land míns föður, landið mitt,
laugað bláum straumi:
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
Þetta auglit elskum vér,
— ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.
Á þessu viðhorfi varð engin breyting, þótt árin liðu, því að röskum aldar-
fjórðungi seinna, 1970, urðu síðustu frumortu línurnar í síðustu ljóðabók
Jóhannesar þessar: