Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 72

Andvari - 01.01.1996, Side 72
70 HELGI HALLGRÍMSSON ANDVARI Parna er komin hin alkunna munnmælasaga „um óhreinu börnin hennar Evu“, sem birtist í fyrstu útgáfu af þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (1872) undir heitinu Huldumanna genesis, í dálítið breyttri mynd, endursögð eftir sögu Ljúflinga-Árna. Þar er hvorki getið um helli né Nóaflóð, og þannig er sagan um óhreinu börnin oftast sögð. Hún er kunnust þessara skýringar- sagna, og oft til hennar vitnað í ræðu og riti, þar sem um huldufólk er fjall- að. Til gamans má geta þess, að samkvæmt einni sannsögulegri huldufólks- sögu, Jómfrú Guðrún í safni Jóns Árnasonar (III, 114-122), hefur keimlík sögn jafnvel komist á bækur huldufólksins. Álit Ólafs í Purkey í Álfariti Ólafs í Purkey, sem fyrr var getið, og hann segist hafa samið fyrir áhugasaman kunningja sinn árið 1830, er alllangur formáli, sem hann kallar „Til lesarans“. Par gerir Ólafur grein fyrir skoðun sinni á eðli og uppruna huldufólks á þessa leið: Minn þanki og meining er sú að huldufólk sé til, og hafi verið og af guði skapað í öndverðu, sem annað sem til er í náttúrunnar ríki, [og] hafi þvf fólki fyrirhugað að búa undir vorum fótum í jarðarinnar fylgsnum, og hafi so atlað því og fyrir séð af sínu ómælanlega almætti, að það brúkaði næringarvegi sína til lands og sjávar og allar sín- ar útréttingar og aðdrætti, sem kýr og kindur, með öðru fteiru sem þess lífi við héldi, allt eins og okkur, er höfum vora bústaði uppi á jörðunni, af vorum höndum til búna af timbri og torfi, en það býr í klettum og hólum, og hefur sína aðdrætti þar í, og er álfafólki þar rúmt um sig, og það því við kemur sem oss, er byggjum okkur húsin eftir vorum þörfum, sem oss mönnum, er upp á jörðinni búum, sýnist ómögulegt, að björg og hólar skulu sig so opið láta fyrir huldufólks þörf og nauðsyn, en þetta allt er vor- um skilningi hulið, og vér fáum það ei þekkt þó vér þar um grundum. En í slíkum skynseminnar íhugun og grundun þekkja ber oss og þenkja, að almáttugum guði er enginn hlutur ómögulegur, og það sem ómögulegt er fyrir oss mönnunum og vorum skilningi, það er alhægt fyrir almáttugum guði, því þá hann biður þá verður það.“13 Segja má að þetta viðhorf Ólafs sé hið skynsamlegasta sem fram kemur í gömlum heimildum, þó það sé dálítið óhönduglega sett fram, og virðist ekki svo fjarlægt skilningi margra nútímamanna á þessum fyrirbærum. Ól- afur rökstyður þetta sjónarmið frekar á öðrum stöðum í formálanum, og vísar m.a. til þess heims sem stækkunarglerið (smásjáin) hafi opnað mönn- um, en áður var ósýnilegur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.