Andvari - 01.01.1996, Qupperneq 72
70
HELGI HALLGRÍMSSON
ANDVARI
Parna er komin hin alkunna munnmælasaga „um óhreinu börnin hennar
Evu“, sem birtist í fyrstu útgáfu af þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (1872)
undir heitinu Huldumanna genesis, í dálítið breyttri mynd, endursögð eftir
sögu Ljúflinga-Árna. Þar er hvorki getið um helli né Nóaflóð, og þannig er
sagan um óhreinu börnin oftast sögð. Hún er kunnust þessara skýringar-
sagna, og oft til hennar vitnað í ræðu og riti, þar sem um huldufólk er fjall-
að.
Til gamans má geta þess, að samkvæmt einni sannsögulegri huldufólks-
sögu, Jómfrú Guðrún í safni Jóns Árnasonar (III, 114-122), hefur keimlík
sögn jafnvel komist á bækur huldufólksins.
Álit Ólafs í Purkey
í Álfariti Ólafs í Purkey, sem fyrr var getið, og hann segist hafa samið fyrir
áhugasaman kunningja sinn árið 1830, er alllangur formáli, sem hann kallar
„Til lesarans“. Par gerir Ólafur grein fyrir skoðun sinni á eðli og uppruna
huldufólks á þessa leið:
Minn þanki og meining er sú að huldufólk sé til, og hafi verið og af guði skapað í
öndverðu, sem annað sem til er í náttúrunnar ríki, [og] hafi þvf fólki fyrirhugað að
búa undir vorum fótum í jarðarinnar fylgsnum, og hafi so atlað því og fyrir séð af sínu
ómælanlega almætti, að það brúkaði næringarvegi sína til lands og sjávar og allar sín-
ar útréttingar og aðdrætti, sem kýr og kindur, með öðru fteiru sem þess lífi við héldi,
allt eins og okkur, er höfum vora bústaði uppi á jörðunni, af vorum höndum til búna
af timbri og torfi, en það býr í klettum og hólum, og hefur sína aðdrætti þar í, og er
álfafólki þar rúmt um sig, og það því við kemur sem oss, er byggjum okkur húsin eftir
vorum þörfum, sem oss mönnum, er upp á jörðinni búum, sýnist ómögulegt, að björg
og hólar skulu sig so opið láta fyrir huldufólks þörf og nauðsyn, en þetta allt er vor-
um skilningi hulið, og vér fáum það ei þekkt þó vér þar um grundum. En í slíkum
skynseminnar íhugun og grundun þekkja ber oss og þenkja, að almáttugum guði er
enginn hlutur ómögulegur, og það sem ómögulegt er fyrir oss mönnunum og vorum
skilningi, það er alhægt fyrir almáttugum guði, því þá hann biður þá verður það.“13
Segja má að þetta viðhorf Ólafs sé hið skynsamlegasta sem fram kemur í
gömlum heimildum, þó það sé dálítið óhönduglega sett fram, og virðist
ekki svo fjarlægt skilningi margra nútímamanna á þessum fyrirbærum. Ól-
afur rökstyður þetta sjónarmið frekar á öðrum stöðum í formálanum, og
vísar m.a. til þess heims sem stækkunarglerið (smásjáin) hafi opnað mönn-
um, en áður var ósýnilegur.